Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira