Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu, staðfestir að slys hefði orðið og að vinna á slysavettvangi sé enn í gangi. Hann segir bifreið hafa oltið út af veginum neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku. Einn sé slasaður en ekki fást frekari upplýsingar.
Þá var óskað eftir aðstoð áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar og segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingarfulltrúi Landhelgisgæslunnar, að TF-LÍF hafi haldið norður rétt eftir klukkan tíu.
Uppfært klukkan 22:46
Þjóðveginum um Langadal hefur verið lokað að beiðni lögreglu og er hann lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins. Hjáleið er um Þverárfjallsveg á meðan lokunin varir, sem björgunarsveitir sjá um.
Uppfært klukkan 23:25
Aðgerðir standa enn yfir á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, segir aðstæður ágætar. Tíu stiga hiti, smá stekkingur og hálfskýjað. Hann segir aðstæður á veginum einnig góðar.
Uppfærð klukkan 23:40
Búið er að opna veginn aftur fyrir umferð.

