
Hvað ert þú að gera í lífinu? Ég? Ekki neitt
Ég sagðist ekki vera að gera neitt.
Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð.
Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti.
Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður.
Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á.
Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi.
Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu.
Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi.
Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá.
En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt.
Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér.
Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf!
Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein.
Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa.
Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig.
Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram.
Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar.
Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður.
Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum.
Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu.
Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það.
Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu!
Hafið yndislega viku,
Ykkar Sigga
Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar