Könnunin staðfesti stöðug viðhorf um staðsetningu flugvallarins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 08:15 Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir „Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir nýja könnun Fréttablaðsins, sem fjallað var um í blaðinu í gær, í rauninni bara staðfesta hann enn og aftur. „Það eru ekki margar jafn hreinar skoðanir í samfélaginu og um flugvöllinn í Vatnsmýri. Tölurnar eru í rauninni ótrúlega stöðugar þrátt fyrir áróðursstríð borgarinnar í málinu,“ segir Njáll Trausti. Aðspurður um þær athuganir sem samgönguráðherra hyggst láta gera í Hvassahrauni segist Njáll litla trú hafa á Hvassahrauni sem raunhæfum kosti, ekki í náinni framtíð alla vega. Nefnd sem Ragna Árnadóttir stýrði og skilaði skýrslu 2016 taldi Hvassahraun fýsilegasta kost fyrir nýjan flugvöll. Njáll Trausti segir að niðurstaða Rögnunefndarinnar segi ekki nema hálfa sögu því nefndin hafi tekið núverandi staðsetningu í Vatnsmýri út fyrir sviga sem valdi þeim útbreidda misskilningi að Hvassahraun sé talinn æskilegri kostur en Vatnsmýrin. „Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sem við stóðum fyrir 2013 var ákveðið að fresta því að norður-suðurbrautin hyrfi af skipulagi árið 2016 til ársins 2022. „Nú stöndum við í rauninni á sama tímapunkti og við stóðum 2013,“ segir Njáll Trausti. Stjórnvöld hafi ekki nýtt þann aukna frest sem veittur var til að tryggja stöðuna. Á meðan ríki stöðug óvissa og þeirri óvissu fylgi algert stopp í bæði uppbyggingu og viðhaldi. Njáll Trausti tekur flugstöðina í Vatnsmýri sem dæmi og kallar þjóðarskömm. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
„Stuðningur við að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri hefur verið langvarandi og stöðugur,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýrinni. Hann segir nýja könnun Fréttablaðsins, sem fjallað var um í blaðinu í gær, í rauninni bara staðfesta hann enn og aftur. „Það eru ekki margar jafn hreinar skoðanir í samfélaginu og um flugvöllinn í Vatnsmýri. Tölurnar eru í rauninni ótrúlega stöðugar þrátt fyrir áróðursstríð borgarinnar í málinu,“ segir Njáll Trausti. Aðspurður um þær athuganir sem samgönguráðherra hyggst láta gera í Hvassahrauni segist Njáll litla trú hafa á Hvassahrauni sem raunhæfum kosti, ekki í náinni framtíð alla vega. Nefnd sem Ragna Árnadóttir stýrði og skilaði skýrslu 2016 taldi Hvassahraun fýsilegasta kost fyrir nýjan flugvöll. Njáll Trausti segir að niðurstaða Rögnunefndarinnar segi ekki nema hálfa sögu því nefndin hafi tekið núverandi staðsetningu í Vatnsmýri út fyrir sviga sem valdi þeim útbreidda misskilningi að Hvassahraun sé talinn æskilegri kostur en Vatnsmýrin. „Í kjölfar undirskriftasöfnunarinnar sem við stóðum fyrir 2013 var ákveðið að fresta því að norður-suðurbrautin hyrfi af skipulagi árið 2016 til ársins 2022. „Nú stöndum við í rauninni á sama tímapunkti og við stóðum 2013,“ segir Njáll Trausti. Stjórnvöld hafi ekki nýtt þann aukna frest sem veittur var til að tryggja stöðuna. Á meðan ríki stöðug óvissa og þeirri óvissu fylgi algert stopp í bæði uppbyggingu og viðhaldi. Njáll Trausti tekur flugstöðina í Vatnsmýri sem dæmi og kallar þjóðarskömm.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira