Hátt í tuttugu milljónir settar í erlenda samfélagsmiðla Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:15 Ríkið kaupið auglýsingar og kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum í síauknum mæli. Fréttablaðið/Ernir Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira
Ráðuneyti og stofnanir sem undir þau heyra keyptu auglýsingar og kostaðar dreifingar á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, YouTube og Twitter fyrir rúmar 19,5 milljónir króna á árunum 2015-2018. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í svari við fyrirspurn þingmannsins Björns Leví Gunnarssonar að hófleg auglýsinga- og dreifingarkaup ráðuneytis hennar raski ekki stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu íslenskra fjölmiðla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum allra ráðherra við fyrirspurn Björns Leví um útgjöld ráðuneyta og undirstofnana þeirra til auglýsingakaupa eða kostaðra dreifinga á samfélagsmiðlum. Öll svör eru nú komin í hús og tók Fréttablaðið tölurnar saman. Björn spurði um tímabilið 2015 til 2018 en af svörunum má sjá að gríðarleg aukning hefur orðið á kaupum stofnana ríkisins á auglýsingum og dreifingu á erlendum samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á þessum árum. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað. Það hefur aukist á undanförnum árum og það stangast pínu á við þá stefnu,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ráðuneyti og undirstofnanir vitanlega vilja vekja athygli á því sem þau eru að gera og því teygja sig yfir í þessa miðla en það þurfi ákveðið jafnvægi á milli. „Ef þetta er að aukast þá er ekki endilega jafnvægi þarna í gangi og vísbending um mögulegt stefnuleysi um hvernig eigi að haga þessu innan ríkisins. Mér sýnist á svörunum að það sé engin stefna í þessu. Þetta hefur allavega ekki verið notað sem möguleiki til að efla íslenska fjölmiðla,“ segir Björn. Í svari félagsmálaráðherra segir Ásmundur Einar Daðason að hann telji auglýsingakaup almennt ekki hluta af stefnu ríkisstjórnarinnar að efla íslenska fjölmiðla á meðan Lilja segir að hófleg kaup á erlendri þjónustu séu ekki til þess fallin að raska stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. „Ef það er almennt stefna að efla íslenska fjölmiðla þá er skrýtið að það sé ekki stefna þarna,“ segir Björn Leví. „Þessar upphæðir núna eru kannski ekki það háar að það sé nauðsyn að huga að stefnu í kringum það en vöxturinn á þessum útgjöldum bendir til að það þurfi að fara að huga að því.“ Tvær undirstofnanir eru sér á báti varðandi kaup á auglýsingum á samfélagsmiðlum. Samgöngustofa, sem heyrir undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, varði þannig 8,9 milljónum á tímabilinu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu var það Landspítalinn sem keypti mesta þjónustu á samfélagsmiðlum, fyrir rúmar 4,6 milljónir af þeim tæpum 5,7 milljónum sem heilbrigðisráðuneytið og undirstofnanir þess eyddu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Sjá meira