Við vitum hver vandinn er Kári Stefánsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi: 1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan. 2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er. 3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt? 4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Stundum er erfitt að átta sig á því hvaðan á mann stendur veðrið en einstaka sinnum þegar manni tekst það loksins sér maður að það var ekki við öðru að búast. Ég skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem ég reyndi af veikum mætti að byggja brú milli heilbrigðismálaráðherra og lækna sem hafa gagnrýnt tillögu hennar að heildarskipulagi í heilbrigðismálum. Ég gerði þetta vegna þess að mér finnst það mikilvægt að læknar og samtök þeirra finni leið til þess að taka beinan þátt í útfærslu á þeim tillögum að heildarskipulagi sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Það væri óskandi að þekking, reynsla og samhygð okkar ágætu lækna yrðu beislaðar við tilraunir til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Þeir ættu að leiða allar slíkar tilraunir. Þá er það spurningin hvers vegna þeir séu ekki fengnir til þess að gera það. Ég setti fram þá kenningu í greininni minni að það væri vegna þess að samtök lækna hafi í gegnum tíðina gjarnan hagað sér eins og klassísk stéttarfélög með aðaláherslu á kjör félagsmanna og minni á samfélagslega ábyrgð. Við þessu brást Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands, með pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann segir þetta kórvillu og nefnir ýmislegt því til stuðnings. Næstum allt sem hann segir held ég að sé satt sem slíkt og kannski hann hafi rétt fyrir sér. En ef það er svo hvers vegna fellur þessi kenning mín þá svona vel að ríkjandi skoðun í samfélaginu? Nú skulum við hyggja að nokkrum atriðum í þessu sambandi: 1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan. 2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er. 3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt? 4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun