Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. júlí 2019 01:09 Mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stærðinni 4,6 skjáskot af vef Veðurstofu Íslands Snarpur jarðskjálfti reið yfir um tuttugu kílómetra norð-norðvestur af Siglufirði fimm mínútur fyrir klukkan eitt í nótt. Hann mældist 4,3 að stærð og fannst vel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. Til að mynda fannst hann vel á Akureyri. Jarðskjálftinn var á 2,7 km dýpi. Davíð Rúnar Gunnarsson, íbúi á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að í fyrstu hefði hann talið að stór vörubíll væri að aka fram hjá en svo hafi krafturinn aukist og á endanum hafi allt farið af stað. Hann segir að páfagaukurinn á heimilinu hafi orðið brjálaður á meðan þetta gekk yfir. Hann segir skjálftann hafa riðið yfir á nokkrum sekúndum. Davíð segir að þetta sé í fyrsta skipti í 15 ár sem hann finni fyrir jarðskjálfta í húsinu sem hann býr í. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íbúi á Blönduósi, varð vör við skjálftann líkt og Davíð og lýsir honum og aðdragandanum eins. Líkt og vörubíll væri að aka fram hjá húsinu. Svo hafi allt nötrað og fann hún rúmið sitt hristast vel. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei fundið fyrir eins snörpum jarðskjálfa á Blönduósi og segir tilfinninguna hafa verið óþægilega. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur töluvert af grjóti hrunið í fjöllum við Siglufjörð. Þá hafa fréttastofu borist fregnir um að skjálftinn hafi fundist á Blönduósi með miklum drunum á undan. Skjálftinn eru á þekktu brotabelti, Tjörnesbrotabeltinu og hefur nokkur skjálftavirkni verið á svæðinu.Uppfært klukkan 09:35: Veðurstofan hefur endurreiknað stærð jarðskjálftans sem varð norður af Siglufirði í nótt með frekari gögnum og reyndist hann vera 4,3 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 2,7 að stærð, en rólegt hefur verið á svæðinu í morgun.Skjálftinn varð tæpa 20 kílómetra norður af SiglufirðiSkjáskot af vef Veðurstofu ÍslandsAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gert viðvart Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn frá Sauðárkróki austur á Húsavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir. Einn smáskjálfti kom rétt á eftir þeim stóra og má búast við að einhver skjálftavirkni verði áfram. Veðurstofan hefur fengið fleiri en hundrað tilkynningar vegna jarðskjálftans. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst frá því stóri skjálftinn reið yfir en að þeir hafi allir verið undir 3 að stærð. Böðvar segir atburðinn ekki óvenjulegan, skjálftinn varð á þekktum stað og að síðast hafi þar orðið öflug jarðskjálftahrina árið 2012, þar sem tveir skjálftar mældust yfir 5 að stærð og nokkrir fjórir að stærð. Hann segir ómögulegt að segja til um framhaldið. Til að mynda hafi jarðskjálftahrinan 2012 staðið yfir í einhvern tíma. Eins og er séu jarðskjálftarnir nú ekki eins öflugir. Aðspurður segir Böðvar að bakvakt Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart. Áfram verði fylgst vel með þróuninni og hefur auka mannskapur verið kallaður út hjá veðurstofunni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari staðsetning skjálftans sé vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Öflug jarðskjálftahrina hafi orðið á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Fréttastofan minnir á leiðbeiningar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við jarðskjálftum sem má lesa hér.Hér má sjá vefmyndavélar af svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærðFrá Siglufirði í nóttSkjáskot úr vefmyndavél Trölli.is Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti reið yfir um tuttugu kílómetra norð-norðvestur af Siglufirði fimm mínútur fyrir klukkan eitt í nótt. Hann mældist 4,3 að stærð og fannst vel á öllu Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. Til að mynda fannst hann vel á Akureyri. Jarðskjálftinn var á 2,7 km dýpi. Davíð Rúnar Gunnarsson, íbúi á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að í fyrstu hefði hann talið að stór vörubíll væri að aka fram hjá en svo hafi krafturinn aukist og á endanum hafi allt farið af stað. Hann segir að páfagaukurinn á heimilinu hafi orðið brjálaður á meðan þetta gekk yfir. Hann segir skjálftann hafa riðið yfir á nokkrum sekúndum. Davíð segir að þetta sé í fyrsta skipti í 15 ár sem hann finni fyrir jarðskjálfta í húsinu sem hann býr í. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íbúi á Blönduósi, varð vör við skjálftann líkt og Davíð og lýsir honum og aðdragandanum eins. Líkt og vörubíll væri að aka fram hjá húsinu. Svo hafi allt nötrað og fann hún rúmið sitt hristast vel. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei fundið fyrir eins snörpum jarðskjálfa á Blönduósi og segir tilfinninguna hafa verið óþægilega. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur töluvert af grjóti hrunið í fjöllum við Siglufjörð. Þá hafa fréttastofu borist fregnir um að skjálftinn hafi fundist á Blönduósi með miklum drunum á undan. Skjálftinn eru á þekktu brotabelti, Tjörnesbrotabeltinu og hefur nokkur skjálftavirkni verið á svæðinu.Uppfært klukkan 09:35: Veðurstofan hefur endurreiknað stærð jarðskjálftans sem varð norður af Siglufirði í nótt með frekari gögnum og reyndist hann vera 4,3 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 2,7 að stærð, en rólegt hefur verið á svæðinu í morgun.Skjálftinn varð tæpa 20 kílómetra norður af SiglufirðiSkjáskot af vef Veðurstofu ÍslandsAlmannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gert viðvart Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn frá Sauðárkróki austur á Húsavík. Ekki hafa borist tilkynningar um skemmdir. Einn smáskjálfti kom rétt á eftir þeim stóra og má búast við að einhver skjálftavirkni verði áfram. Veðurstofan hefur fengið fleiri en hundrað tilkynningar vegna jarðskjálftans. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að nokkrir eftirskjálftar hafi mælst frá því stóri skjálftinn reið yfir en að þeir hafi allir verið undir 3 að stærð. Böðvar segir atburðinn ekki óvenjulegan, skjálftinn varð á þekktum stað og að síðast hafi þar orðið öflug jarðskjálftahrina árið 2012, þar sem tveir skjálftar mældust yfir 5 að stærð og nokkrir fjórir að stærð. Hann segir ómögulegt að segja til um framhaldið. Til að mynda hafi jarðskjálftahrinan 2012 staðið yfir í einhvern tíma. Eins og er séu jarðskjálftarnir nú ekki eins öflugir. Aðspurður segir Böðvar að bakvakt Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hafi verið gert viðvart. Áfram verði fylgst vel með þróuninni og hefur auka mannskapur verið kallaður út hjá veðurstofunni. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið vegna jarðskorpuhreyfinga á Tjörnesbrotabeltinu. Nánari staðsetning skjálftans sé vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Öflug jarðskjálftahrina hafi orðið á svipuðum slóðum haustið 2012. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu voru 5,6 og 5,4 að stærð. Árið 2018 urðu þrír skjálftar stærri en 3,0 að stærð á svæðinu, en skjálftinn í nótt er sá fyrsti síðan 2012 sem er stærri en 4,0 að stærð. Fréttastofan minnir á leiðbeiningar frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um viðbrögð við jarðskjálftum sem má lesa hér.Hér má sjá vefmyndavélar af svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærðFrá Siglufirði í nóttSkjáskot úr vefmyndavél Trölli.is
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Tengdar fréttir Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sá stærsti var 5,6 stig Stærstu skjálftarnir í nótt voru 5,6 að stærð og 4,8 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 21. október 2012 16:57