Reginmisskilningur um EES-samninginn Andrés Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 07:00 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar