Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:25 Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00