Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 09:38 Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. AP/Matt Dunham Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira