Telja að óvarlega hafi verið farið með eld í íbúð í Jórufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 14:44 Mynd úr safni Vísir/Vilhelm Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er lokið, en hún leiddi í ljós að eldurinn kviknaði í svefnherbergi þar sem farið var óvarlega með eld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir unglingspiltar hafi verið heima við þegar þetta gerðist, en þeir náðu að komast út úr íbúðinni. Öðrum íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkviliðið réð niðurlögum eldsins. Íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, er töluvert skemmd. Segir í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.Veraldlegar eigur skipta litlu Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir piltanna, lýsti því í samtali við Ríkisútvarpið í gær þegar sonur hans hringdi í hann. „Ég fæ símtal frá syni mínum þar sem hann segir mér að það sé kviknað í íbúðinni eða kviknað í rúmi inni í herbergi. Ég er vestur í bæ þegar ég fæ símtalið. Ég náttúrulega bruna af stað upp eftir og vissi ekki hversu mikill eldurinn væri. Ég var búinn að biðja hann um að slökkva í eldinum og hann sagði mér að rúmið væri farið að loga. Ég sagði þeim þá bara strákunum að koma sér út og hringja á slökkviliðið,“ sagði Árni Helgi í samtali við RÚV. Hann hafi ekki náð frekara sambandi við syni sína og brunað upp í Breiðholt. Léttirinn hafi verið mikill þegar hann kom á vettvang og sá strákana sína ræða við lögregluþjóna. „Þá kemst maður að því á þessu augnabliki hvað veraldlegar eigur skipta litlu. Við misstum náttúrulega allt okkar í þessum eldi.“ Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í íbúð fjölbýlishúss í Jórufelli í Reykjavík aðfaranótt sunnudags er lokið, en hún leiddi í ljós að eldurinn kviknaði í svefnherbergi þar sem farið var óvarlega með eld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að tveir unglingspiltar hafi verið heima við þegar þetta gerðist, en þeir náðu að komast út úr íbúðinni. Öðrum íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðir sínar á meðan slökkviliðið réð niðurlögum eldsins. Íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, er töluvert skemmd. Segir í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.Veraldlegar eigur skipta litlu Árni Helgi Gunnlaugsson, faðir piltanna, lýsti því í samtali við Ríkisútvarpið í gær þegar sonur hans hringdi í hann. „Ég fæ símtal frá syni mínum þar sem hann segir mér að það sé kviknað í íbúðinni eða kviknað í rúmi inni í herbergi. Ég er vestur í bæ þegar ég fæ símtalið. Ég náttúrulega bruna af stað upp eftir og vissi ekki hversu mikill eldurinn væri. Ég var búinn að biðja hann um að slökkva í eldinum og hann sagði mér að rúmið væri farið að loga. Ég sagði þeim þá bara strákunum að koma sér út og hringja á slökkviliðið,“ sagði Árni Helgi í samtali við RÚV. Hann hafi ekki náð frekara sambandi við syni sína og brunað upp í Breiðholt. Léttirinn hafi verið mikill þegar hann kom á vettvang og sá strákana sína ræða við lögregluþjóna. „Þá kemst maður að því á þessu augnabliki hvað veraldlegar eigur skipta litlu. Við misstum náttúrulega allt okkar í þessum eldi.“
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira