Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2019 11:31 Fjóir nýjir slökkvibílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru komnar til landsins. Þeim fylgir ýmis nýr búnaður. Bílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum. Vísir/Aðsend Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið til landsins fjórar nýjar slökkvibifreiðar sem teknar verða í notkun á næstu vikum. Ráðist var í útboð á síðasta ári en þetta er í fyrsta skipti sem slökkviliðið fær fjóra nýja dælubíla á einu bretti. Veruleg þörf var orðin fyrir endurnýjun. Bifreiðarnar voru keyptar af fyrirtækinu Ólafi Gíslasyni & co. Bílarnir eru af Scania tegund og voru smíðaðar og breytt hjá Wiss í Póllandi. Bílarnir eru með tvöföldu áhafnarhúsi sem rúmar fimm slökkviliðsmenn.Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Nýjir bílar bylting fyrir slökkviliðið Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að koma bílanna sé algjör bylting. "Ekki bara nýjar bifreiðar með öllu því sem því fylgir, heldur ýmis nýr búnaður sem á eftir að gefa okkur meiri möguleika á árangursríku og öruggu slökkvi- og björgunarstarfi. Svo eru þetta fjórar eins bifreiðar, eins búnar, en í dag erum við með margar tegundir," segir Birgir. Hefðbundinn slökkvibúnaður er í bílunum. 3000 lítra vatnstankur, dæla, slöngur, stútar og þess háttar. Þá er í bílunum ýmiss björgunarbúnaður sem notast er við vegna umferðarslysa, svo sem klippubúnaður sem nær allur er rafknúinn. Áður hefur verið notast við bensínknúin verkfæri.Elsta bifreiðin 29 ára gömul Bílunum fylgir sú nýjung að í þeim er forðukerfi sem notast í eldsvoðum. Sá búnaður hefur ekki verið til hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hingað til en froðbúnaðurinn byggist upp á blöndu vatns, froðuvökva og þrýstilofts. Þá er í bílunum háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cobra, sem hefur verið að aukast notkun á erlendis en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Búnaðurinn gefur mikla möguleika í slökkvistarfi, bæði sem öflugur slökkvibúnaður og meira öryggi fyrir slökkviliðsmenn. Elsta slökkvibifreiðin sem nú er í notkun sem fyrsta útkallstæki er frá árinu 1990. Aðrar eru frá árunum 1998, 2002 og 2003. Varabifreiðar slökkviliðsins eru en eldri. Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum fjórum starfsstöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það er í Skógarhlíð og Tunguhálsi í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Elstu bifreiðarnar sem eru í notkun verða teknar út þjónustu, en þær nýrri verða áfram hjá SHS sem varabifreiðar. Slökkvibílarnir hafa ekki verið afhentir formlega en þjálfun leiðbeinenda innan SHS er hafin og eru það starfsmenn WISS sem þjálfa þá. Samhliða þjálfun mun fara fram lokafrágangur á bílunum. Í framhaldi hefst svo innanhúsþjálfun hjá slökkviliðinu, en þjálfa þarf alla slökkviliðsmenn liðsins í notkun á búnað bifreiðanna. Reiknað er með að bifreiðarnar fari í notkun hver af annarri og verði allar komnar í notkun fyrir áramót.Ýmiss nýr búnaður fylgir nýju bílunum.Vísir/Aðsend
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira