Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 23:45 Bolton og Trump þegar allt lék í lyndi. Leiðir skildu í september með nokkrum látum. Vísir/Getty Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Donalds Trump forseta hafa beðið John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, um að bera vitni í næstu viku. Yfirmaður Rússlandsmála hjá ráðinu sem ber vitni á morgun ætlar að segja af sér. Lögmaður Bolton segir að hann ætli ekki að koma sjálfviljugur fyrir þingnefndirnar en hann sé tilbúinn að taka við stefnu fyrir hönd hans. New York Times segir ekki ljóst hvort að Hvíta húsið gæti bannað Bolton að bera vitni eins og það hefur reynt að gera við fjölda annarra embættismanna sem hafa komið fyrir nefndirnar undir stefnu. Þingnefndirnar rannsaka hvort Trump hafi framið brot í embætti í samskiptum hans og ráðgjafa hans við úkraínsk stjórnvöld á þessu ári. Trump, Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, og nokkrir bandarískir erindrekar hafa verið sakaðir um að reka skuggautanríkisstefnu þar sem þeir settu þrýsting á nýjan forseta Úkraínu að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump og mögulegan mótherja í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu þeirra um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump þar til í september þegar hann hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump forseta er trúandi um hvernig brotthvarf hans bar að. Hann gæti reynst lykilvitni um ýmsa þá atburði sem rannsóknin beinist að. Fiona Hill, fyrrverandi ráðgjafi Trump um Rússland og Evrópu, hefur áður borið vitni um að Bolton hafi skipað henni að tilkynna þrýstingsherferð erindreka Trump til lögfræðings ráðsins. Hill sagði að Bolton hefði kallað Giuliani „handsprengju“ sem ætti eftir að „sprengja alla í burtu“. Sjálfur vildi hann ekki taka neinn þátt í það sem hann kallaði „dópviðskipti“ bandamanna Trump við Úkraínu.Adam Schiff, demókrati frá Kaliforníu, (fremstur) stýrir rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump.AP/Patrick SemanskySegir af sér rétt fyrir vitnisburð Á sama tíma og fréttir bárust af því að Bolton yrðu kallaður fyrir þingnefndirnar var greint frá því að Tim Morrison, yfirmaður málefna Rússlands hjá þjóðaröryggisráðinu, ætlaði að segja af sér embætti. Morrison á að bera vitni fyrir þingnefndunum á morgun. Politico segir að búist hafi verið við því að Morrison hætti hjá ráðinu og fara aftur í einkageirann um nokkra hríð. Tímasetning afsagnarinnar nú vekji engu að síður athygli. Nafn Morrison bar á góma í framburði vitna sem hafa komið fyrir nefndirnar. Þannig hafi William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, fullyrt að Morrison hafi orðið vitni að samtali Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, og háttsetts úkraínsks embættismanns, þar sem Sondland hafi fullyrt að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð Bandaríkjastjórnar til Úkraínu væri háð því að úkraínsk stjórnvöld yrðu að kröfu Trump um pólitískan greiða. Trump stöðvaði persónulega um 400 milljóna dollara aðstoðina sem báðir flokkar á Bandaríkjaþingi höfðu samþykkt skömmu fyrir afdrifaríkt símtal hans og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí. Aðstoðin var ekki greidd út fyrr en um miðjan september eftir að bandarískir þingmenn tóku að spyrjast fyrir um hvað ylli töfum á henni. Rannsóknin á mögulegum embættisbrotum Trump hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun þess efnis að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við Zelenskíj og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það. Framburður vitna og minnisblað sem Hvíta húsið birti um símtal Trump og Zelenskíj hefur þegar staðfest kvörtun uppljóstrarans að stórum hluta. Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins um Úkraínu, bar vitni í gær og sagðist hafa verið svo brugðið yfir samskiptum Trump og úkraínskra stjórnvalda að hann hafi í tvígang gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Hann hafi jafnframt reynt að bæta við upplýsingum inn í minnisblað Hvíta hússins um símtal Trump og Zelenskíj án árangurs.Framburður Johns Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra, var ekki hluti af rannsókn fulltrúadeildarinnar heldur kom hann fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar vegna þess að hann er tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.AP/Scott ApplewhiteGiuliani stóð fyrir ófrægingarherferð gegn sendiherra John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir nefnd öldungadeildar þingsins í dag sem fjallar um tilnefningu hans sem næsta sendiherra í Úkraínu. Hann sagði þingmönnum að Giulani, lögmaður Trump, hafi staðið fyrir ófrægingarherferð gegn Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Yovanovitch var fyrirvaralaust kölluð frá Úkraínu í vor að ákvörðun Trump forseta. Framburður Sullivan var opinber en í honum staðfesti hann það sem önnur vitni hafa sagt á bak við luktar dyr um að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lofaði Sullivan störf Yovanovitch, að sögn New York Times. „Mín vitneskja í vor og sumar á þessu ári um aðild herra Giuliani tengdist herferð gegn sendiherranum okkar í Úkraínu,“ sagði Sullivan sem játaði því að hann teldi Yovanovitch hafa orðið fyrir ófrægingu. Sullivan var einnig spurður að því hvort hann teldi eðlilegt að forseti Bandaríkjanna reyndi að fá erlend ríki til að rannsaka pólitíska keppinauta hans sagðist sendiherraefnið ekki telja það „samræmast gildum okkar“..@SenatorMenendez: "What did you know about a shadow Ukraine policy being carried out by Rudy Giuliani?"Watch response from John Sullivan, nominee to be Ambassador to Russia in clip below.Full video: https://t.co/72lqqmuhwh pic.twitter.com/0eQuT7pl23— CSPAN (@cspan) October 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Donalds Trump forseta hafa beðið John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, um að bera vitni í næstu viku. Yfirmaður Rússlandsmála hjá ráðinu sem ber vitni á morgun ætlar að segja af sér. Lögmaður Bolton segir að hann ætli ekki að koma sjálfviljugur fyrir þingnefndirnar en hann sé tilbúinn að taka við stefnu fyrir hönd hans. New York Times segir ekki ljóst hvort að Hvíta húsið gæti bannað Bolton að bera vitni eins og það hefur reynt að gera við fjölda annarra embættismanna sem hafa komið fyrir nefndirnar undir stefnu. Þingnefndirnar rannsaka hvort Trump hafi framið brot í embætti í samskiptum hans og ráðgjafa hans við úkraínsk stjórnvöld á þessu ári. Trump, Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, og nokkrir bandarískir erindrekar hafa verið sakaðir um að reka skuggautanríkisstefnu þar sem þeir settu þrýsting á nýjan forseta Úkraínu að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump og mögulegan mótherja í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu þeirra um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump þar til í september þegar hann hætti eða var rekinn, allt eftir því hvort honum eða Trump forseta er trúandi um hvernig brotthvarf hans bar að. Hann gæti reynst lykilvitni um ýmsa þá atburði sem rannsóknin beinist að. Fiona Hill, fyrrverandi ráðgjafi Trump um Rússland og Evrópu, hefur áður borið vitni um að Bolton hafi skipað henni að tilkynna þrýstingsherferð erindreka Trump til lögfræðings ráðsins. Hill sagði að Bolton hefði kallað Giuliani „handsprengju“ sem ætti eftir að „sprengja alla í burtu“. Sjálfur vildi hann ekki taka neinn þátt í það sem hann kallaði „dópviðskipti“ bandamanna Trump við Úkraínu.Adam Schiff, demókrati frá Kaliforníu, (fremstur) stýrir rannsókn þriggja nefnda fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum Trump.AP/Patrick SemanskySegir af sér rétt fyrir vitnisburð Á sama tíma og fréttir bárust af því að Bolton yrðu kallaður fyrir þingnefndirnar var greint frá því að Tim Morrison, yfirmaður málefna Rússlands hjá þjóðaröryggisráðinu, ætlaði að segja af sér embætti. Morrison á að bera vitni fyrir þingnefndunum á morgun. Politico segir að búist hafi verið við því að Morrison hætti hjá ráðinu og fara aftur í einkageirann um nokkra hríð. Tímasetning afsagnarinnar nú vekji engu að síður athygli. Nafn Morrison bar á góma í framburði vitna sem hafa komið fyrir nefndirnar. Þannig hafi William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, fullyrt að Morrison hafi orðið vitni að samtali Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, og háttsetts úkraínsks embættismanns, þar sem Sondland hafi fullyrt að hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð Bandaríkjastjórnar til Úkraínu væri háð því að úkraínsk stjórnvöld yrðu að kröfu Trump um pólitískan greiða. Trump stöðvaði persónulega um 400 milljóna dollara aðstoðina sem báðir flokkar á Bandaríkjaþingi höfðu samþykkt skömmu fyrir afdrifaríkt símtal hans og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí. Aðstoðin var ekki greidd út fyrr en um miðjan september eftir að bandarískir þingmenn tóku að spyrjast fyrir um hvað ylli töfum á henni. Rannsóknin á mögulegum embættisbrotum Trump hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun þess efnis að forsetinn hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum sínum við Zelenskíj og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það. Framburður vitna og minnisblað sem Hvíta húsið birti um símtal Trump og Zelenskíj hefur þegar staðfest kvörtun uppljóstrarans að stórum hluta. Alexander Vindman, undirofursti í Bandaríkjaher og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins um Úkraínu, bar vitni í gær og sagðist hafa verið svo brugðið yfir samskiptum Trump og úkraínskra stjórnvalda að hann hafi í tvígang gert lögfræðingi Hvíta hússins viðvart. Hann hafi jafnframt reynt að bæta við upplýsingum inn í minnisblað Hvíta hússins um símtal Trump og Zelenskíj án árangurs.Framburður Johns Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra, var ekki hluti af rannsókn fulltrúadeildarinnar heldur kom hann fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar vegna þess að hann er tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.AP/Scott ApplewhiteGiuliani stóð fyrir ófrægingarherferð gegn sendiherra John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir nefnd öldungadeildar þingsins í dag sem fjallar um tilnefningu hans sem næsta sendiherra í Úkraínu. Hann sagði þingmönnum að Giulani, lögmaður Trump, hafi staðið fyrir ófrægingarherferð gegn Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu. Yovanovitch var fyrirvaralaust kölluð frá Úkraínu í vor að ákvörðun Trump forseta. Framburður Sullivan var opinber en í honum staðfesti hann það sem önnur vitni hafa sagt á bak við luktar dyr um að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lofaði Sullivan störf Yovanovitch, að sögn New York Times. „Mín vitneskja í vor og sumar á þessu ári um aðild herra Giuliani tengdist herferð gegn sendiherranum okkar í Úkraínu,“ sagði Sullivan sem játaði því að hann teldi Yovanovitch hafa orðið fyrir ófrægingu. Sullivan var einnig spurður að því hvort hann teldi eðlilegt að forseti Bandaríkjanna reyndi að fá erlend ríki til að rannsaka pólitíska keppinauta hans sagðist sendiherraefnið ekki telja það „samræmast gildum okkar“..@SenatorMenendez: "What did you know about a shadow Ukraine policy being carried out by Rudy Giuliani?"Watch response from John Sullivan, nominee to be Ambassador to Russia in clip below.Full video: https://t.co/72lqqmuhwh pic.twitter.com/0eQuT7pl23— CSPAN (@cspan) October 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01