Dæmdur fyrir árás á öryggisvörð Landsbankans sem tók síma af föður hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Kristján Örn á leiðinni inn í Landsbankann. Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá er honum gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Dóminn í heild má lesa hér. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017. Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var "lagður til" á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra,“ sagði Kristján Örn og birti myndband frá heimsókn feðganna í bankann.Tjáði þeim að myndatökur væru bannaðar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Kristján Örn hafi mætt ásamt föður sínum í Landsbankann til að óska eftir viðtali við bankastjórann. Voru þeir með upptöku og míkrafón á lofti, komu inn á gólf þar sem öryggisvörður varð á vegi þeirra. Öryggisvörður benti þeim á að viðtal stæði ekki til boða og auk þess mætti ekki taka upp myndefni. Tók hann farsíma sem faðir Kristjáns Arnar notaði til að taka upp heimsóknina. Gekk öryggisvörðurinn áleiðis út og voru feðgarnir ekki sáttir við þetta.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/HannaFór svo að Kristján Örn tók öryggisvörðinn hálstaki og endurheimti símann. Segir í dómi héraðsdóms að grófleiki verksins hafi verið með meira móti og minnt á að háls- eða kverkatak sé almennt til þess fallið að vera hættulegt. Kristjáni Erni til málsbóta var litið til þess að Kristján Örn hefði ekki áður gerst brotlegur við refsilög.Deilur um jörð á Snæfellsnesi Kristján Örn sagði fyrir dómi að honum hefði brugðið þegar farsíminn hefði verið tekið af föður hans. Á símanum væru dýrmæt gögn sem sýndu meðal annars samskipti þeirra við bankann. Gögn sem hann ætti ekki afrit af. Aldrei hefði staðið til að beita ofbeldi í heimsókn þeirra. Þótt hann væri vanur að verja sig árásum þá legði hann ekki í vana sinn að ráðast á aðra. Ósætti feðganna við Landsbankann má rekja til jarðar á Snæfellsnesi. Kristján Örn sagðist fyrir dómi hafa verið að aðstoða föður sinn vegna lögskipta hans við Landsbankanní tengslum við nauðungarsölu nokkrum árum áður á jörðinni, stórri jörð með vatnsréttindum.Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/StefánFaðir hans hefði misst frá sér jörðina vegna meintrar valdníðslu sýslumanns. Þá hefði bankinn komið illa fram við föður hans og meðal annars haldið frá honum mikilvægum gögnum svo ekki hefði verið hægt að að bera lögmæti nauðungarsölunnar undir dómstóla. Auk þessa hefði gengið mjög illa að eiga samskipti við bankann, ræða við stjórnendur og fleira. Málin hefðu legið þungt á fjölskyldunni.DV greindi frá því árið 2016 að þrír stjórnendur Landsbankans, þeirra á meðal Steinþór Pálsson þáverandi bankastjóri, hefðu lagt fram kæru á Kristjáni Erni fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Kristján Örn hefur viðurkennt að hafa farið tvívegis að heimili Steinþórs til að ræða við hann en kannast ekki við hótanir. Dómsmál Íslenskir bankar Lögreglumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá er honum gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Dóminn í heild má lesa hér. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017. Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var "lagður til" á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra,“ sagði Kristján Örn og birti myndband frá heimsókn feðganna í bankann.Tjáði þeim að myndatökur væru bannaðar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Kristján Örn hafi mætt ásamt föður sínum í Landsbankann til að óska eftir viðtali við bankastjórann. Voru þeir með upptöku og míkrafón á lofti, komu inn á gólf þar sem öryggisvörður varð á vegi þeirra. Öryggisvörður benti þeim á að viðtal stæði ekki til boða og auk þess mætti ekki taka upp myndefni. Tók hann farsíma sem faðir Kristjáns Arnar notaði til að taka upp heimsóknina. Gekk öryggisvörðurinn áleiðis út og voru feðgarnir ekki sáttir við þetta.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/HannaFór svo að Kristján Örn tók öryggisvörðinn hálstaki og endurheimti símann. Segir í dómi héraðsdóms að grófleiki verksins hafi verið með meira móti og minnt á að háls- eða kverkatak sé almennt til þess fallið að vera hættulegt. Kristjáni Erni til málsbóta var litið til þess að Kristján Örn hefði ekki áður gerst brotlegur við refsilög.Deilur um jörð á Snæfellsnesi Kristján Örn sagði fyrir dómi að honum hefði brugðið þegar farsíminn hefði verið tekið af föður hans. Á símanum væru dýrmæt gögn sem sýndu meðal annars samskipti þeirra við bankann. Gögn sem hann ætti ekki afrit af. Aldrei hefði staðið til að beita ofbeldi í heimsókn þeirra. Þótt hann væri vanur að verja sig árásum þá legði hann ekki í vana sinn að ráðast á aðra. Ósætti feðganna við Landsbankann má rekja til jarðar á Snæfellsnesi. Kristján Örn sagðist fyrir dómi hafa verið að aðstoða föður sinn vegna lögskipta hans við Landsbankanní tengslum við nauðungarsölu nokkrum árum áður á jörðinni, stórri jörð með vatnsréttindum.Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/StefánFaðir hans hefði misst frá sér jörðina vegna meintrar valdníðslu sýslumanns. Þá hefði bankinn komið illa fram við föður hans og meðal annars haldið frá honum mikilvægum gögnum svo ekki hefði verið hægt að að bera lögmæti nauðungarsölunnar undir dómstóla. Auk þessa hefði gengið mjög illa að eiga samskipti við bankann, ræða við stjórnendur og fleira. Málin hefðu legið þungt á fjölskyldunni.DV greindi frá því árið 2016 að þrír stjórnendur Landsbankans, þeirra á meðal Steinþór Pálsson þáverandi bankastjóri, hefðu lagt fram kæru á Kristjáni Erni fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Kristján Örn hefur viðurkennt að hafa farið tvívegis að heimili Steinþórs til að ræða við hann en kannast ekki við hótanir.
Dómsmál Íslenskir bankar Lögreglumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira