Enski boltinn

Klopp: Hugur okkar allra er hjá Kenny

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ian Rush og Kenny Dalglish.
Ian Rush og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty

Ein helsta goðsögn Liverpool lagðist inn á sjúkrahús í síðustu viku þegar Kenny Dalglish greindist með kórónaveiruna en hann hafði verið að glíma við veikindi undanfarnar vikur.

Dalglish er 69 ára gamall en hann átti góðan feril með Liverpool sem leikmaður og átti einnig góðu gengi að fagna sem knattspyrnustjóri liðsins eftir að hann lagði skóna á hilluna.

Núverandi stjóri Liverpool, Þjóðverjinn Jurgen Klopp, segir það hafa verið mikið áfall fyrir leikmenn sína að heyra af veikindum Dalglish.

„Það var mikið áfall fyrir okkur alla að fá þessar fréttir af Kenny. Leikmannahópurinn er í samskiptum á Whatsapp og við vorum allir óttaslegnir þegar við fengum fréttirnar.“

„Þessi sjúkdómur er að hafa hræðileg áhrif um allan heim en fyrir marga úr okkar hóp var þetta í fyrsta skipti sem þetta snerti einhvern sem við þekkjum persónulega,“ segir Klopp.

Dalglish var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag en fékk að halda heim í gær.

„Það var mjög gott að heyra þegar hann var laus af sjúkrahúsi og vonandi líður honum vel. Við þekkjum hann allir og hann er dýrkaður. Við erum allir að hugsa til hans,“ segir Klopp.


Tengdar fréttir

Dalglish kominn heim af spítala

Liverpool goðsögnin Kenny Dalglish er smitaður af kórónaveirunni en hefur verið leyft að fara heim af sjúkrahúsi eftir fjögurra daga dvöl þar.

Kenny Daglish með kórónuveiruna

Liverpool goðsögnin Kenny Dalglish hefur greinst með kórónuveiruna en félagið staðfesti þetta í yfirlýsingu nú undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×