Segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 18:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast nýta sér erfiðar efnahagsaðstæður á Suðurnesjum til að slá sig til riddara. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna.
Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30