Aðeins Ford óvinsælli en Trump við upphaf kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:02 Litlar sveiflur hafa verið á vinsældum Trump forseta lengst af forsetatíðar hans. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira