Að nýta hitaveituna gegn Covid Björn Birnir skrifar 11. október 2020 09:00 Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar