Aðmíráll viðrar hugmynd um sveit bandarískra kafbátarleitarflugvéla á Íslandi Þórir Guðmundsson skrifar 31. október 2020 13:06 P-8A Poseidon kafbátaleitarflugvél yfir Adríahafinu. Vélarnar hafa tekið við af P-3C Orion vélunum sem voru staðsettar á Íslandi á meðan varnarliðið hafði hér aðstöðu á tíma kalda stríðsins. Mynd/Boeing Robert Burke, aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, viðraði í viðtali í gær möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. „Við veltum því fyrir okkur hvort ekki séu einhver verðmæti fólgin í því að hafa lítið, varanlegt bandarískt fótspor á Íslandi,“ sagði Burke í samtali á föstudag. Hann kom til Íslands á fimmtudag í tilefni af yfirstandandi loftrýmisgæslu bandaríska flughersins á landinu. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Burke sagði aðspurður að „lítið fótspor“ gæti falist í því að vera í upphafi með sérhæfða greinendur í tengslum við verkefni kafbátaleitarflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þar væri um að ræða 50 manna hóp. Þá sagði Burke að „fótsporið“ gæti falist í staðsetningu á Íslandi á flugsveit P-8 véla en henni myndu fylgja „hundruð manna, byggingaframkvæmdir og húsnæði.“ Slíkar flugvélar koma nú óreglulega til landsins frá herstöðum í Flórída eða á Ítalíu. Í flugsveit eru að jafnaði 12 flugvélar en fjöldinn getur verið mismunandi að sögn talsmanns bandaríska flotans. „Við höfum rætt þetta sem möguleika og þetta er eitthvað til að skoða betur,“ sagði Burke. Hann sagði að einnig væri verið að skoða hafnaraðstöðu á Austurlandi með áherslu á leitar- og björgunarstarf. Bara vangaveltur Í símtali nokkrum klukkustundum síðar óskaði Burke eftir því að undirstrika að þessar hugmyndir væru vangaveltur og hefðu ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. Á fundinum kom fram að í heimsókn sinni væri hann að ræða við embættismenn en ekki ráðherra. Samt sem áður bera ummæli Burkes vott um mögulega stefnubreytingu enda hafa ráðamenn innan bandaríska hersins hingað til undirstrikað að ekki standi til að herinn komi sér upp varanlegum herafla á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áður þvertekið fyrir þann möguleika að bandarískt herlið verði á ný staðsett varanlega á Íslandi. Snjómokstur á Keflavíkurflugvelli árið 1990. Í bakgrunni eru P-3C Orion kafbátaleitarvélar.Mynd/Bandaríkjaher Ekki hefur verið bandarískt herlið að staðaldri á Íslandi síðan 2006, eftir að Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um brotthvarf bandaríska varnarliðsins frá Íslandi. Síðan þá hefur tvennt gerst sem eykur áhuga Bandaríkjanna á norðurslóðum: Annars vegar hafa þau dregið mjög úr hernaðarumsvifum í Írak og Afganistan – sem dró athygli hersins frá Norður-Atlantshafssvæðinu um árabil – og hins vegar hafa Rússar aftur látið mjög til sín taka í Norðurhöfum, einkum með nýjum kynslóðum kafbáta. „Geta rússneska kafbátaflotans er orðin mjög mikil,“ sagði Burke, sem sjálfur var skipherra á kjarnorkuknúnum árásarkafbáti af Los Angeles-gerð, USS Hampton, og hefur mikla reynslu af kafbátahernaði. „Innan Atlantshafsbandalagsins er litið á þetta sem aðkallandi málefni," sagði Burke. „Við vitum hvað gerðist á Krímskaga 2014. Herflutningar nálægt landamærunum við Hvíta-Rússland undanfarið hafa minnt NATO-ríki á útjöðrum á það sem gerðist á Krímskaga." Rússar styrkja kafbátaflotann Rússar hafa lagt mikla áherslu á hraða uppbyggingu kafbátaflota síns, sem nú samanstendur af tugum voldugra báta sem eru búnir vopnum af áður óþekktri drægni. Í október í fyrra sendu Rússar tíu kafbáta úr höfn í Murmansk suður eftir Atlantshafi og þá upphófst eltingaleikur við kafbátaleitarvélar Atlantshafsbandalagsins sem minnti helst á stríðsleiki kalda stríðsins. Kafbátarnir voru í kafi þegar þeir létu úr höfn og því líta hernaðarsérfræðingar svo á að þeir hafi ætlað að kanna hvort þeir kæmust suður eftir Noregsströndu óséðir, og þá hversu langt. Kafbátaleitarflugvélar NATO fóru að minnsta kosti 40 flugferðir yfir Norður-Atlantshafið á þessum tíma, frá Noregi, Skotlandi og Íslandi. Flugáhugamenn sem fylgjast með merkjum herflugvéla segja að ein flugvél, að minnsta kosti, hafi farið frá Keflavík. Það var einmitt P-8A Poseidon vél, af þeirri tegund sem Burke aðmíráll lýsti áhuga á að yrðu staðsettar varanlega hér á landi. Milljarðaframkvæmdir fyrir kafbátaleitarflugvélar þegar í gangi Þó að Bandaríkjamenn hafi ekki varanlega aðstöðu á Íslandi þá fljúga P-8A kafbátaleitarflugvélar annað veifið til Keflavíkur og þaðan út á Norður-Atlantshafið. Yfirstandandi eru umfangsmiklar framkvæmdir við flugskýli 831 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, sem snúast meðal annars um að stækka dyr skýlisins svo það geti tekið við P-8A vélum. Þá er verið að vinna að því að koma upp gistiskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir 50-100 manns. Landhelgisgæslan segir að útboði fyrir hann hafi lokið í september og áætluð verklok séu á næsta ári. Að jafnaði dvelja 100 – 300 liðsmenn aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu. P-8A kafbátaleitarflugvél í snjókomu á Keflavíkurflugvelli í apríl, 2017.Mynd/bandaríski sjóherinn Bandaríkjaþing hefur veitt um þremur milljörðum króna til þeirra framkvæmda auk sjö milljarða til annarra framkvæmda á Íslandi, samkvæmt upplýsingum sem Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra birti í fyrra úr fjárlögum Bandaríkjahers fyrir árið 2020. Albert segir í pistli á vef sínum að vægi Íslands minnki vegna tveggja áhrifaþátta, sem séu þeir að Norðurfloti Rússlands sé of lítill til að ógna hagsmunum NATO og að hann sé nú búinn langdrægum vopnum og þurfi síður að fara langt suður út úr Barentshafi. Saknar kaldastríðsgetunnar En í viðtalinu á föstudag tók Burke annan pól í hæðina og lýsti umsvifum rússneskra kafbáta á Norður-Atlantshafi undanfarið og benti á að gríðarlegar fjarlægðir á hafinu gerðu eftirlit með þeim torveldara. Aðspurður hvort hann saknaði þeirra tíma er bandarísk flotastöð var staðsett á Íslandi sagði Burke: „Ég myndi vilja hafa mikið af þeirri getu sem við höfðum fyrir 25 til 30 árum“. Fyrir 30 árum var varnarliðið á Keflavíkurflugvelli sjötta fjölmennasta þéttbýli á landinu, enda bjuggu þar rúmlega fimm þúsund manns, hermenn og þeirra fjölskyldur. Rúmlega þúsund Íslendingar störfuðu hjá varnarliðinu auk hundruða sem unnu við verktakastörf á vegum þess. Meginverkefni varnarliðsins var eftirlit með sovéskum kafbátum, bæði í gegnum svokallaða SOSUS kapla, sem lágu vestur og austur frá Íslandi og tengdu saman neðansjávarhljóðnema sem námu hljóð sem kafbátarnir gáfu frá sér, og í gegnum flug eftirlitsflugvéla, sem vörpuðu hlustunarduflum til þess að staðsetja sovéska kafbáta. Þær voru af gerðinni P-3C Orion, en P-8A Poseidon vélarnar, sem eru hernaðarútgáfan af Boeing 737 farþegaflugvélinni, hafa einmitt verið að taka við af þeim á síðustu árum. Samtal í sendiráði Samtalið við Burke átti sér stað í hinu nýja, rammgerða bandaríska sendiráði að Engjateig í Reykjavík. Eftir að viðtalinu lauk, kom í ljós að fulltrúa Fréttablaðsins hefði upphaflega verið boðið að taka þátt en blaðinu síðan tilkynnt að boðið hefði verið dregið til baka. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, 29 October 2020 Aðdragandi þess var twitter-árás bandaríska sendiherrans, Jeffrey Ross Gunter, á Fréttablaðið eftir að það sagði frá Covid-19 veikindum eins starfsmanns sendiráðsins. Eingöngu fulltrúar tveggja fréttastofa voru viðstaddir samtalið – sem var kynnt sem hringborðsumræður – Morgunblaðsins og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Bandaríska sendiráðiðVilhelm Fulltrúar sendiráðsins lögðu í upphafi áherslu á að Burke myndi eingöngu svara spurningum um málefni sem væru á hans borði. Samtalið stóð í um hálftíma - en síðar um kvöldið hringdi Burke í ritstjóra fréttastofunnar til að ítreka að ekkert hefði verið rætt við íslensk stjórnvöld um möguleika á varanlegri aðstöðu á Íslandi. Í yfirlýsingu sem sendiráðið sendi fréttastofu í kjölfarið er haft eftir Burke: „Í viðtalinu í dag ræddum við um svæðisbundin öryggismál og mögulegar (e. hypothetical) skoðanir á ákveðnum áðgerðum til að auka öryggissamstarfið við Ísland. Þessar skoðanir hafa ekki verið ræddar við ríkisstjórn Íslands. Sem jafnstæðir aðilar þá eru allir viðaukar við núverandi samstarfssamning að sjálfsögðu háðir samþykki beggja stjórnvalda.“ Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Landhelgisgæslan Varnarmál Tengdar fréttir Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Robert Burke, aðmíráll og yfirmaður bandaríska flotans í Evrópu og Afríku, viðraði í viðtali í gær möguleika á að staðsetja kafbátaleitarflugsveit á Íslandi til þess að fylgjast með vaxandi umsvifum rússneskra kafbáta í Norður-Atlantshafi og hugsanlega koma að hafnarframkvæmdum fyrir leit og björgun á Austurlandi. „Við veltum því fyrir okkur hvort ekki séu einhver verðmæti fólgin í því að hafa lítið, varanlegt bandarískt fótspor á Íslandi,“ sagði Burke í samtali á föstudag. Hann kom til Íslands á fimmtudag í tilefni af yfirstandandi loftrýmisgæslu bandaríska flughersins á landinu. Robert Burke aðmíráll, yfirmaður bandariska flotans í Evrópu og Afríku.Mynd/bandaríska sendiráðið Burke sagði aðspurður að „lítið fótspor“ gæti falist í því að vera í upphafi með sérhæfða greinendur í tengslum við verkefni kafbátaleitarflugvéla af gerðinni P-8 Poseidon. Þar væri um að ræða 50 manna hóp. Þá sagði Burke að „fótsporið“ gæti falist í staðsetningu á Íslandi á flugsveit P-8 véla en henni myndu fylgja „hundruð manna, byggingaframkvæmdir og húsnæði.“ Slíkar flugvélar koma nú óreglulega til landsins frá herstöðum í Flórída eða á Ítalíu. Í flugsveit eru að jafnaði 12 flugvélar en fjöldinn getur verið mismunandi að sögn talsmanns bandaríska flotans. „Við höfum rætt þetta sem möguleika og þetta er eitthvað til að skoða betur,“ sagði Burke. Hann sagði að einnig væri verið að skoða hafnaraðstöðu á Austurlandi með áherslu á leitar- og björgunarstarf. Bara vangaveltur Í símtali nokkrum klukkustundum síðar óskaði Burke eftir því að undirstrika að þessar hugmyndir væru vangaveltur og hefðu ekki verið ræddar við íslensk stjórnvöld. Á fundinum kom fram að í heimsókn sinni væri hann að ræða við embættismenn en ekki ráðherra. Samt sem áður bera ummæli Burkes vott um mögulega stefnubreytingu enda hafa ráðamenn innan bandaríska hersins hingað til undirstrikað að ekki standi til að herinn komi sér upp varanlegum herafla á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áður þvertekið fyrir þann möguleika að bandarískt herlið verði á ný staðsett varanlega á Íslandi. Snjómokstur á Keflavíkurflugvelli árið 1990. Í bakgrunni eru P-3C Orion kafbátaleitarvélar.Mynd/Bandaríkjaher Ekki hefur verið bandarískt herlið að staðaldri á Íslandi síðan 2006, eftir að Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um brotthvarf bandaríska varnarliðsins frá Íslandi. Síðan þá hefur tvennt gerst sem eykur áhuga Bandaríkjanna á norðurslóðum: Annars vegar hafa þau dregið mjög úr hernaðarumsvifum í Írak og Afganistan – sem dró athygli hersins frá Norður-Atlantshafssvæðinu um árabil – og hins vegar hafa Rússar aftur látið mjög til sín taka í Norðurhöfum, einkum með nýjum kynslóðum kafbáta. „Geta rússneska kafbátaflotans er orðin mjög mikil,“ sagði Burke, sem sjálfur var skipherra á kjarnorkuknúnum árásarkafbáti af Los Angeles-gerð, USS Hampton, og hefur mikla reynslu af kafbátahernaði. „Innan Atlantshafsbandalagsins er litið á þetta sem aðkallandi málefni," sagði Burke. „Við vitum hvað gerðist á Krímskaga 2014. Herflutningar nálægt landamærunum við Hvíta-Rússland undanfarið hafa minnt NATO-ríki á útjöðrum á það sem gerðist á Krímskaga." Rússar styrkja kafbátaflotann Rússar hafa lagt mikla áherslu á hraða uppbyggingu kafbátaflota síns, sem nú samanstendur af tugum voldugra báta sem eru búnir vopnum af áður óþekktri drægni. Í október í fyrra sendu Rússar tíu kafbáta úr höfn í Murmansk suður eftir Atlantshafi og þá upphófst eltingaleikur við kafbátaleitarvélar Atlantshafsbandalagsins sem minnti helst á stríðsleiki kalda stríðsins. Kafbátarnir voru í kafi þegar þeir létu úr höfn og því líta hernaðarsérfræðingar svo á að þeir hafi ætlað að kanna hvort þeir kæmust suður eftir Noregsströndu óséðir, og þá hversu langt. Kafbátaleitarflugvélar NATO fóru að minnsta kosti 40 flugferðir yfir Norður-Atlantshafið á þessum tíma, frá Noregi, Skotlandi og Íslandi. Flugáhugamenn sem fylgjast með merkjum herflugvéla segja að ein flugvél, að minnsta kosti, hafi farið frá Keflavík. Það var einmitt P-8A Poseidon vél, af þeirri tegund sem Burke aðmíráll lýsti áhuga á að yrðu staðsettar varanlega hér á landi. Milljarðaframkvæmdir fyrir kafbátaleitarflugvélar þegar í gangi Þó að Bandaríkjamenn hafi ekki varanlega aðstöðu á Íslandi þá fljúga P-8A kafbátaleitarflugvélar annað veifið til Keflavíkur og þaðan út á Norður-Atlantshafið. Yfirstandandi eru umfangsmiklar framkvæmdir við flugskýli 831 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, sem snúast meðal annars um að stækka dyr skýlisins svo það geti tekið við P-8A vélum. Þá er verið að vinna að því að koma upp gistiskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir 50-100 manns. Landhelgisgæslan segir að útboði fyrir hann hafi lokið í september og áætluð verklok séu á næsta ári. Að jafnaði dvelja 100 – 300 liðsmenn aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu. P-8A kafbátaleitarflugvél í snjókomu á Keflavíkurflugvelli í apríl, 2017.Mynd/bandaríski sjóherinn Bandaríkjaþing hefur veitt um þremur milljörðum króna til þeirra framkvæmda auk sjö milljarða til annarra framkvæmda á Íslandi, samkvæmt upplýsingum sem Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra birti í fyrra úr fjárlögum Bandaríkjahers fyrir árið 2020. Albert segir í pistli á vef sínum að vægi Íslands minnki vegna tveggja áhrifaþátta, sem séu þeir að Norðurfloti Rússlands sé of lítill til að ógna hagsmunum NATO og að hann sé nú búinn langdrægum vopnum og þurfi síður að fara langt suður út úr Barentshafi. Saknar kaldastríðsgetunnar En í viðtalinu á föstudag tók Burke annan pól í hæðina og lýsti umsvifum rússneskra kafbáta á Norður-Atlantshafi undanfarið og benti á að gríðarlegar fjarlægðir á hafinu gerðu eftirlit með þeim torveldara. Aðspurður hvort hann saknaði þeirra tíma er bandarísk flotastöð var staðsett á Íslandi sagði Burke: „Ég myndi vilja hafa mikið af þeirri getu sem við höfðum fyrir 25 til 30 árum“. Fyrir 30 árum var varnarliðið á Keflavíkurflugvelli sjötta fjölmennasta þéttbýli á landinu, enda bjuggu þar rúmlega fimm þúsund manns, hermenn og þeirra fjölskyldur. Rúmlega þúsund Íslendingar störfuðu hjá varnarliðinu auk hundruða sem unnu við verktakastörf á vegum þess. Meginverkefni varnarliðsins var eftirlit með sovéskum kafbátum, bæði í gegnum svokallaða SOSUS kapla, sem lágu vestur og austur frá Íslandi og tengdu saman neðansjávarhljóðnema sem námu hljóð sem kafbátarnir gáfu frá sér, og í gegnum flug eftirlitsflugvéla, sem vörpuðu hlustunarduflum til þess að staðsetja sovéska kafbáta. Þær voru af gerðinni P-3C Orion, en P-8A Poseidon vélarnar, sem eru hernaðarútgáfan af Boeing 737 farþegaflugvélinni, hafa einmitt verið að taka við af þeim á síðustu árum. Samtal í sendiráði Samtalið við Burke átti sér stað í hinu nýja, rammgerða bandaríska sendiráði að Engjateig í Reykjavík. Eftir að viðtalinu lauk, kom í ljós að fulltrúa Fréttablaðsins hefði upphaflega verið boðið að taka þátt en blaðinu síðan tilkynnt að boðið hefði verið dregið til baka. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, 29 October 2020 Aðdragandi þess var twitter-árás bandaríska sendiherrans, Jeffrey Ross Gunter, á Fréttablaðið eftir að það sagði frá Covid-19 veikindum eins starfsmanns sendiráðsins. Eingöngu fulltrúar tveggja fréttastofa voru viðstaddir samtalið – sem var kynnt sem hringborðsumræður – Morgunblaðsins og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Bandaríska sendiráðiðVilhelm Fulltrúar sendiráðsins lögðu í upphafi áherslu á að Burke myndi eingöngu svara spurningum um málefni sem væru á hans borði. Samtalið stóð í um hálftíma - en síðar um kvöldið hringdi Burke í ritstjóra fréttastofunnar til að ítreka að ekkert hefði verið rætt við íslensk stjórnvöld um möguleika á varanlegri aðstöðu á Íslandi. Í yfirlýsingu sem sendiráðið sendi fréttastofu í kjölfarið er haft eftir Burke: „Í viðtalinu í dag ræddum við um svæðisbundin öryggismál og mögulegar (e. hypothetical) skoðanir á ákveðnum áðgerðum til að auka öryggissamstarfið við Ísland. Þessar skoðanir hafa ekki verið ræddar við ríkisstjórn Íslands. Sem jafnstæðir aðilar þá eru allir viðaukar við núverandi samstarfssamning að sjálfsögðu háðir samþykki beggja stjórnvalda.“
Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Landhelgisgæslan Varnarmál Tengdar fréttir Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18