Takk, framvarðarsveit Reykjavíkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:00 Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun