Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2020 09:01 Húsleitin var gerð í húsi að Ásbrú. Vísir/Vilhelm Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag en íslenska ríkið hefur viðurkennt að umrædd leit í herbergjum hælisleitendanna tveggja hafi verið ólögmæt. Ekki hefur hins vegar samist um hversu háa fjárhæð ríkið þurfi að greiða hælisleitendum í skaðabætur. Málið má rekja til þess að síma var stolið af barni í strætóskýli í Reykjanesbæ í mars árið 2019. Víkurfréttir sögðu frá málinu og greindu frá fjölmennri lögregluaðgerð vegna málsins í blokk á Ásbrú, dvalarstað hælisleitenda. Sagði í frétt Víkurfrétta að forritið Find my iPhone hefði staðsett umræddan síma í umræddri blokk. Síminn fannst að lokum eftir nokkuð umfangsmikla leit lögreglumanna í blokkinni, sem voru síðar sakaðir um að hafa ruðst inn í herbergi við leitina að símanum. Segja um að ræða umfangsmestu lögregluaðgerð vegna síma í sögu Íslands Hælisleitendurnir tveir, annar frá Írak og hinn frá Íran, fæddir árið 1987 og 1986, sem urðu fyrir barðinu á húsleit lögreglumannanna stefndu íslenska ríkinu vegna málsins. Lilja Björg Ágústsdóttir hjá Opus lögmönnum flytur málið fyrir þeirra hönd. Hefur ríkið viðurkennt að þeir tveir hafi ekkert sér unnið sér til saka og að húsleitin í herbergi þeirra hafi verið ólögleg. Í stefnunni er málið rakið og segir þar meðal annars að fjölmennt lið lögreglu á minnst fjórum lögreglubílum hafi farið inn í blokkina og leitað í hverju herberginu á fætur öðru. „Fullyrða má að aldrei áður hefur jafn umfangsmikil og mannaflsfrek lögregluaðgerð farið fram á Íslandi vegna gruns um stolinn farsíma“, segir í stefnunni þar sem aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög. Myndband sýni fram á að ekki hafi verið spurt um leyfi Í tilviki annars þeirra hafi lögreglumenn barið harkalega á dyrnar áður en gengið var inn í herbergi hans, og í tilviki hins hafi lögreglumenn gengið inn án þess að banka. Leitað hafi verið í herbergjum þeirra án samþykkis og segir í stefnunni að raunar hafi lögregla ekki leitað eftir skriflegu né munnlegu samþykki frá hælisleitendunum tveimur. Aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög í stefnunni.Vísir/Vilhelm Hafa myndbönd sem tekin voru á vettvangi lögð fram sem sönnunargögn. Í stefnunni segir að á einu þeirra megi meðal annars heyra lögreglumann biðjast afsökunar á því að hafa þurft að leita í herbergi annars hælisleitandans: „We are done here. We are sorry to interrupt you, but this had to happen. I‘m sorry about it, but this is how it is. Now we are going. Okay, you understand? Síminn fannst ekki í fórum hælisleitendanna tveggja. Síminn fannst að lokum í öðru herbergi í húsinu. Í stefnunni er því haldið fram að lögregla hafi leitað með viðlíka hætti í öllum herbergjum hússins og að í sumum tilvikum hafi heimilismenn neyðst til að standa fáklæddir eða á nærfötum einum fata fyrir framan lögreglumenn á meðan leitað var í herbergjunum. Sem fyrr segir hefur íslenska ríkið viðurkennt að húsleitin hafi verið ólögmæt og að mennirnir tveir hafi ekki unnið sér neitt til saka. Alls fara mennirnir þeir fram á tvær milljónir á mann í bætur vegna málsins. Segir í stefnunni að samningaviðræður hafi farið fram um upphæð skaðabótanna, án árangurs. Mun dómsmálið nú því skera úr um hversu háar bæturnar verða. Búið að vísa mönnunum úr landi Byggja mennirnir tveir meðal annars á því að aðgerðir lögreglu gagnvart þeim og það hvernig þær voru framkvæmdir hafi með neikvæðum hætti tekið mið af því að þeir voru hælisleitendur. Byggja þeir einnig á því að húsleitin hefði ekki verið framkvæmd með sama hætti ef um hefði verið að ræða hús þar sem byggju ekki hælisleitendur. „Stefnendur telja ósennilegt að gengið hefði verið fram með sama hætti ef símaforritið Find my Iphone hefði bent til þess að farsíminn væri staðsettur í fjölbýlishúsi þar sem byggi fjöldi einstaklinga sem ekki væru hælisleitendur. Með aðgerðunum var því brotið gegn jafnræðissjónarmiðum og jafnræðisreglum laga, m.a. 65. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir í stefnunni. Mennirnir höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en voru handteknir þann 4. júní 2019 og sendir úr landi, þar sem ekki var fallist á umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Í fréttinni var fyrst sagt að hælisleitendurnir báðir væru frá Íran. Hið rétta er að annar þeirra er frá Íran, hinn frá Írak. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Reykjanesbær Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Aðalmeðferð málsins fer fram í dag en íslenska ríkið hefur viðurkennt að umrædd leit í herbergjum hælisleitendanna tveggja hafi verið ólögmæt. Ekki hefur hins vegar samist um hversu háa fjárhæð ríkið þurfi að greiða hælisleitendum í skaðabætur. Málið má rekja til þess að síma var stolið af barni í strætóskýli í Reykjanesbæ í mars árið 2019. Víkurfréttir sögðu frá málinu og greindu frá fjölmennri lögregluaðgerð vegna málsins í blokk á Ásbrú, dvalarstað hælisleitenda. Sagði í frétt Víkurfrétta að forritið Find my iPhone hefði staðsett umræddan síma í umræddri blokk. Síminn fannst að lokum eftir nokkuð umfangsmikla leit lögreglumanna í blokkinni, sem voru síðar sakaðir um að hafa ruðst inn í herbergi við leitina að símanum. Segja um að ræða umfangsmestu lögregluaðgerð vegna síma í sögu Íslands Hælisleitendurnir tveir, annar frá Írak og hinn frá Íran, fæddir árið 1987 og 1986, sem urðu fyrir barðinu á húsleit lögreglumannanna stefndu íslenska ríkinu vegna málsins. Lilja Björg Ágústsdóttir hjá Opus lögmönnum flytur málið fyrir þeirra hönd. Hefur ríkið viðurkennt að þeir tveir hafi ekkert sér unnið sér til saka og að húsleitin í herbergi þeirra hafi verið ólögleg. Í stefnunni er málið rakið og segir þar meðal annars að fjölmennt lið lögreglu á minnst fjórum lögreglubílum hafi farið inn í blokkina og leitað í hverju herberginu á fætur öðru. „Fullyrða má að aldrei áður hefur jafn umfangsmikil og mannaflsfrek lögregluaðgerð farið fram á Íslandi vegna gruns um stolinn farsíma“, segir í stefnunni þar sem aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög. Myndband sýni fram á að ekki hafi verið spurt um leyfi Í tilviki annars þeirra hafi lögreglumenn barið harkalega á dyrnar áður en gengið var inn í herbergi hans, og í tilviki hins hafi lögreglumenn gengið inn án þess að banka. Leitað hafi verið í herbergjum þeirra án samþykkis og segir í stefnunni að raunar hafi lögregla ekki leitað eftir skriflegu né munnlegu samþykki frá hælisleitendunum tveimur. Aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög í stefnunni.Vísir/Vilhelm Hafa myndbönd sem tekin voru á vettvangi lögð fram sem sönnunargögn. Í stefnunni segir að á einu þeirra megi meðal annars heyra lögreglumann biðjast afsökunar á því að hafa þurft að leita í herbergi annars hælisleitandans: „We are done here. We are sorry to interrupt you, but this had to happen. I‘m sorry about it, but this is how it is. Now we are going. Okay, you understand? Síminn fannst ekki í fórum hælisleitendanna tveggja. Síminn fannst að lokum í öðru herbergi í húsinu. Í stefnunni er því haldið fram að lögregla hafi leitað með viðlíka hætti í öllum herbergjum hússins og að í sumum tilvikum hafi heimilismenn neyðst til að standa fáklæddir eða á nærfötum einum fata fyrir framan lögreglumenn á meðan leitað var í herbergjunum. Sem fyrr segir hefur íslenska ríkið viðurkennt að húsleitin hafi verið ólögmæt og að mennirnir tveir hafi ekki unnið sér neitt til saka. Alls fara mennirnir þeir fram á tvær milljónir á mann í bætur vegna málsins. Segir í stefnunni að samningaviðræður hafi farið fram um upphæð skaðabótanna, án árangurs. Mun dómsmálið nú því skera úr um hversu háar bæturnar verða. Búið að vísa mönnunum úr landi Byggja mennirnir tveir meðal annars á því að aðgerðir lögreglu gagnvart þeim og það hvernig þær voru framkvæmdir hafi með neikvæðum hætti tekið mið af því að þeir voru hælisleitendur. Byggja þeir einnig á því að húsleitin hefði ekki verið framkvæmd með sama hætti ef um hefði verið að ræða hús þar sem byggju ekki hælisleitendur. „Stefnendur telja ósennilegt að gengið hefði verið fram með sama hætti ef símaforritið Find my Iphone hefði bent til þess að farsíminn væri staðsettur í fjölbýlishúsi þar sem byggi fjöldi einstaklinga sem ekki væru hælisleitendur. Með aðgerðunum var því brotið gegn jafnræðissjónarmiðum og jafnræðisreglum laga, m.a. 65. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir í stefnunni. Mennirnir höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en voru handteknir þann 4. júní 2019 og sendir úr landi, þar sem ekki var fallist á umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Í fréttinni var fyrst sagt að hælisleitendurnir báðir væru frá Íran. Hið rétta er að annar þeirra er frá Íran, hinn frá Írak. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Reykjanesbær Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira