Þjóðgarður er tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. desember 2020 15:15 Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun