Tækifæri ferðaþjónustu í hálendisþjóðgarði Edward H. Huijbens skrifar 9. desember 2020 14:31 Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar