Sjá fyrir sér endurkomu Eric Cantona á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 12:00 Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool árið 1995. Manchester United var þá búið að vera án hans í átta mánuði. vísir/getty Eric Cantona er án efa ein af stóru goðsögnunum í sögu Manchester United og félagið hefur nú áhuga á því að fá hann aftur til að vinna fyrir félagið. Eric Cantona er orðinn 53 ára gamall og er því ekki að fara að klæða sig aftur í sjöuna með kragann upp heldur er menn á Old Trafford spenntir fyrir því að fá hann inn sem sendiherra félagsins. Daily Mirror segir frá þessu og það eru örugglega langflestir stuðningsmenn Manchester United sem fagna þessu. Eric Cantona in line for sensational Man Utd return as Red Devils chiefs discuss idea - @johncrossmirror column https://t.co/spEgZ50q3l pic.twitter.com/fi5YKJx5Sr— Mirror Football (@MirrorFootball) March 19, 2020 Gamlir leikmenn eins og Bryan Robson og Denis Irwin eru báðir starfandi sendiherrar Manchester United og koma þeir bæði fram fyrir hönd félagsins á samkomum en líka einir og sér. Eric Cantona átti mögnuð ár hjá Manchester United á tíunda áratugnum og hefur síðan verið einn vinsælasti leikmaður félagsins. Cantona kom til United árið 1992 og á næstu fimm tímabilum vann félagið fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. United er náttúrulega með Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og þá mætir Sir Alex Ferguson á alla heimaleiki. Sir Alex mætir líka við og við á æfingasvæðið. United hefur mikinn áhuga á því að tengja glæsta sögu félagsins við liðið í dag á meðan þeir leita leiða til að koma félaginu aftur í fremstu röð. 1993-94. Glorious scene including pitch invasion from jubilant and triumphant fans smothering Eric The King Cantona #MUFC pic.twitter.com/VzKH5RcmPg— Stretford Enders (@StretfordEndrs) March 18, 2020 Eric Cantona er oft álitin vera bestu kaupin á löngum stjóraferli Sir Alex Ferguson en Manchester United hafði ekki orðið Englandsmeistari í 26 ár þegar Frakkinn öflugi mætti á Old Trafford í nóvember 1992. Á fimm tímabilum með Cantona í sjöunni þá vann United fjóra Englandsmeistaratitla og sá eini sem rann þeim úr greipum var tímabilið þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir karatesparkið fræga. Cantona hætti hins vegar óvænt eftir 1996-97 tímabilið en hann var þá aðeins 31 ára og átti nóg eftir að mati flestra. Kappinn hefur síðan prófað ýmsa hluti síðan, bæði strandfótbolta og annað. Nú gæti hann mögulega verið tilbúinn að mæta aftur á Old Trafford. Enski boltinn Tengdar fréttir Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00 Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Eric Cantona er án efa ein af stóru goðsögnunum í sögu Manchester United og félagið hefur nú áhuga á því að fá hann aftur til að vinna fyrir félagið. Eric Cantona er orðinn 53 ára gamall og er því ekki að fara að klæða sig aftur í sjöuna með kragann upp heldur er menn á Old Trafford spenntir fyrir því að fá hann inn sem sendiherra félagsins. Daily Mirror segir frá þessu og það eru örugglega langflestir stuðningsmenn Manchester United sem fagna þessu. Eric Cantona in line for sensational Man Utd return as Red Devils chiefs discuss idea - @johncrossmirror column https://t.co/spEgZ50q3l pic.twitter.com/fi5YKJx5Sr— Mirror Football (@MirrorFootball) March 19, 2020 Gamlir leikmenn eins og Bryan Robson og Denis Irwin eru báðir starfandi sendiherrar Manchester United og koma þeir bæði fram fyrir hönd félagsins á samkomum en líka einir og sér. Eric Cantona átti mögnuð ár hjá Manchester United á tíunda áratugnum og hefur síðan verið einn vinsælasti leikmaður félagsins. Cantona kom til United árið 1992 og á næstu fimm tímabilum vann félagið fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. United er náttúrulega með Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og þá mætir Sir Alex Ferguson á alla heimaleiki. Sir Alex mætir líka við og við á æfingasvæðið. United hefur mikinn áhuga á því að tengja glæsta sögu félagsins við liðið í dag á meðan þeir leita leiða til að koma félaginu aftur í fremstu röð. 1993-94. Glorious scene including pitch invasion from jubilant and triumphant fans smothering Eric The King Cantona #MUFC pic.twitter.com/VzKH5RcmPg— Stretford Enders (@StretfordEndrs) March 18, 2020 Eric Cantona er oft álitin vera bestu kaupin á löngum stjóraferli Sir Alex Ferguson en Manchester United hafði ekki orðið Englandsmeistari í 26 ár þegar Frakkinn öflugi mætti á Old Trafford í nóvember 1992. Á fimm tímabilum með Cantona í sjöunni þá vann United fjóra Englandsmeistaratitla og sá eini sem rann þeim úr greipum var tímabilið þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir karatesparkið fræga. Cantona hætti hins vegar óvænt eftir 1996-97 tímabilið en hann var þá aðeins 31 ára og átti nóg eftir að mati flestra. Kappinn hefur síðan prófað ýmsa hluti síðan, bæði strandfótbolta og annað. Nú gæti hann mögulega verið tilbúinn að mæta aftur á Old Trafford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00 Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00
Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn