Tryggjum frjálsa sölu lausasölulyfja Vilhjálmur Árnason skrifar 2. mars 2020 13:56 Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Vilhjálmur Árnason Alþingi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun