Tryggjum frjálsa sölu lausasölulyfja Vilhjálmur Árnason skrifar 2. mars 2020 13:56 Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Vilhjálmur Árnason Alþingi Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun