Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Jón Þór Þorvaldsson skrifar 7. janúar 2021 15:00 Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Við uppsögn flugmannanna gaf framkvæmdastjóri Bláfugls út þá yfirlýsingu að hér eftir yrðu einungis „sjálfstætt starfandi flugmenn” starfandi hjá Bláfugli, en með því er í raun átt við gerviverktöku og félagsleg undirboð. Kjaraviðræður hafa átt sér stað milli Bláfugls og FÍA undanfarna mánuði en fyrr á árinu hafði kjarasamningur flugmanna verið framlengdur vegna Covid-19. Gangur í viðræðunum var góður og komu uppsagnir bæði flugmönnum og FÍA verulega á óvart þar sem Bláfugl, sem eingöngu flýgur með frakt, hefur hagnast vel í heimsfaraldrinum. Styðja SA uppsagnir vegna stéttarfélagsaðildar? Með uppsögninni er brotið gróflega gegn ákvæðum kjarasamnings sem er í gildi og er undirritaður af báðum aðilum. Samtök atvinnulífsins hafa setið í samninganefnd við FÍA fyrir hönd Bláfugls og virðast styðja aðgerðir félagsins. Afstaða samtakanna kemur verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Er það virkilega svo að SA samþykki þau vinnubrögð fyrirtækja að segja upp fólki vegna stéttarfélagsaðildar? FÍA kallar eftir því að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn aðgerðum Bláfugls og stuðli að því að uppsagnir flugmanna verði tafarlaust dregnar til baka. Gerviverktaka er ógn við flugöryggi Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki lagaleg skilyrði fyrir verktöku. Verktaki sem býr við lítið sem ekkert starfsöryggi og nýtur engra félagslegra réttinda starfar undir ægivaldi verkkaupa. Hann á hvorki orlofs- né veikindarétt og stendur því uppi án greiðslna tilkynni hann sig veikan eða óhæfan til vinnu af öðrum sökum. Rannsóknir sýna auk þess ítrekað að gerviverktaka og félagsleg undirboð eru alvarleg ógn við flugöryggi, en þar fljúga flugmenn jafnvel örþreyttir eða veikir af ótta við atvinnumissi og eða refsingar. Bláfugl hefur notast við starfsmannaleigu sem heitir Confair Consultancy BV. Starfsmannaleiga sem er ekki, og hefur aldrei verið, skráð hjá Vinnumálastofnun eins og lög gera ráð fyrir, þrátt fyrir fullyrðingar Bláfugls um annað. Slíkt er gert til að komast hjá því að greiða skatta og launatengd gjöld, en einnig til að eiga auðveldara um vik með félagsleg undirboð sem vitaskuld eru ólögleg. Eru dagar baráttu launafólks taldir? Ef slík framkoma gegn launafólki og löglegum stéttarfélögum, eins og er að eiga sér stað gagnvart flugmönnum Bláfugls, er látin viðgangast er ljóst að dagar baráttu launafólks hér á landi eru taldir. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem gæta eiga hagsmuna fólksins við þessum ráðstöfunum. F.h. stjórnar FÍA Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er formaður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Við uppsögn flugmannanna gaf framkvæmdastjóri Bláfugls út þá yfirlýsingu að hér eftir yrðu einungis „sjálfstætt starfandi flugmenn” starfandi hjá Bláfugli, en með því er í raun átt við gerviverktöku og félagsleg undirboð. Kjaraviðræður hafa átt sér stað milli Bláfugls og FÍA undanfarna mánuði en fyrr á árinu hafði kjarasamningur flugmanna verið framlengdur vegna Covid-19. Gangur í viðræðunum var góður og komu uppsagnir bæði flugmönnum og FÍA verulega á óvart þar sem Bláfugl, sem eingöngu flýgur með frakt, hefur hagnast vel í heimsfaraldrinum. Styðja SA uppsagnir vegna stéttarfélagsaðildar? Með uppsögninni er brotið gróflega gegn ákvæðum kjarasamnings sem er í gildi og er undirritaður af báðum aðilum. Samtök atvinnulífsins hafa setið í samninganefnd við FÍA fyrir hönd Bláfugls og virðast styðja aðgerðir félagsins. Afstaða samtakanna kemur verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Er það virkilega svo að SA samþykki þau vinnubrögð fyrirtækja að segja upp fólki vegna stéttarfélagsaðildar? FÍA kallar eftir því að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn aðgerðum Bláfugls og stuðli að því að uppsagnir flugmanna verði tafarlaust dregnar til baka. Gerviverktaka er ógn við flugöryggi Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki lagaleg skilyrði fyrir verktöku. Verktaki sem býr við lítið sem ekkert starfsöryggi og nýtur engra félagslegra réttinda starfar undir ægivaldi verkkaupa. Hann á hvorki orlofs- né veikindarétt og stendur því uppi án greiðslna tilkynni hann sig veikan eða óhæfan til vinnu af öðrum sökum. Rannsóknir sýna auk þess ítrekað að gerviverktaka og félagsleg undirboð eru alvarleg ógn við flugöryggi, en þar fljúga flugmenn jafnvel örþreyttir eða veikir af ótta við atvinnumissi og eða refsingar. Bláfugl hefur notast við starfsmannaleigu sem heitir Confair Consultancy BV. Starfsmannaleiga sem er ekki, og hefur aldrei verið, skráð hjá Vinnumálastofnun eins og lög gera ráð fyrir, þrátt fyrir fullyrðingar Bláfugls um annað. Slíkt er gert til að komast hjá því að greiða skatta og launatengd gjöld, en einnig til að eiga auðveldara um vik með félagsleg undirboð sem vitaskuld eru ólögleg. Eru dagar baráttu launafólks taldir? Ef slík framkoma gegn launafólki og löglegum stéttarfélögum, eins og er að eiga sér stað gagnvart flugmönnum Bláfugls, er látin viðgangast er ljóst að dagar baráttu launafólks hér á landi eru taldir. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem gæta eiga hagsmuna fólksins við þessum ráðstöfunum. F.h. stjórnar FÍA Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er formaður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun