Taka verður hröð og stór skref Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2021 20:00 Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fréttir af flugi Múlaþing Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun