Aðför gegn slysum eða fólki? Elías B Elíasson skrifar 24. apríl 2021 11:01 Það er merkilegur siður sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í umferðamálum á undanförnum árum að ákveða fyrst og reikna síðan eða jafn vel reikna alls ekki. Það læðist að sá grunur að þessi siður sé að breiðast út í borgarstjórnarkerfinu og hafi valdið meðal annars braggamálinu og fleiri uppákomum. Síðasta dæmið er tillagan um lækkun umferðahraða í Reykjavík. Fólk tekur áhættu í öllum sínum daglegu störfum og er þess vel meðvitað. Almenningur veit full vel að það er tilgangslaust að eyða öllum sínum kröftum í að verjast einni gerð slysa og gleyma öðrum. Þetta sjónarmið hefur t.d. verið áberandi í umræðunni um varnir gegn covid-faraldrinum, þar sem markmiðið er skýrt að fækka öllum dauðsföllum af öllum orsökum og efnahag þjóðarinnar um leið. Sama gildir um slysin. Verjast verður slysum af öllu tagi og verja efnahaginn um leið. Málin eru að taka á sig æ undarlegri blæ. Í tillögu sem lögð var fyrir Skipulags- og samgönguráð 22/3-2021 virðast megin ástæður lækkunar umferðahraða dregnar saman í þessari setningu. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir.“ Þarna er algerlega horft fram hjá því að það er einmitt skylda kjörinna fulltrúa hvort sem er í Borgarstjórn Reykjavíkur eða annarstaðar að vega saman ólíka hagsmuni og finna meðalveg í hverju máli. Öllum slysum ber að verjast en þeim vörnum verður að beina þangað sem mest gagn er að og þær mega ekki kosta þjóðfélagið meira en það getur lagt fram. Hvað mundu menn t.d. segja ef setningin væri svona: „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu sjómanna fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis fisk.“ Ætli mönnum mundi ekki hnykkja við. Umferðamálin hafa þá sérstöðu að þar er hægt að reikna út áhrif aðgerða í umferðinni og vega móti öðrum hagsmunum. Þetta hafa tryggingafélögin gert frá ómuna tíð, Vegagerðin hefur stundað þetta og hið opinbera gerir þetta þar sem við verður komið. Að framkvæma útreikninga fyrst, bera saman hagsmuni og taka ákvörðun með niðurstöður á borðinu eru góðar verklagsreglur Annað dæmi miklu eldra er hin óskiljanlega fælni borgarstjórnarmeirihlutans á mislægum gatnamótum. Það mátti ekki einu sinni nefna mislæg gatnamót í samgöngusáttmálanum, hvað þá sýna útreikninga á hagkvæmni slíkra gatnamóta í skýrslum sem gefnar eru út. Þeir sem hafa kynnt sér tillögur ÁS (Áhugafólk um samgöngur fyrir alla) á síðunni samgongurfyriralla.com vita þó að þau eru mjög hagkvæm. Þau er það besta sem hægt er að gera í umferð höfuðborgarsvæðisins núna hvort sem litið er til slysavarna eða kostnaðar vegna umferðatafa. Til dæmis, þá munu gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, önnur af tveim slysamestu gatnamótum landsins, borga sig upp á innan við ári en tæki heldur lengri tíma ef slysakostnaðurinn einn væri reiknaður. Það er algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er réttlæta lækkun hámarkshraða í íbúahverfum Reykjavíkur undir því fororði að fækka slysum en horfa algerlega fram hjá mislægum gatnamótum. Enn eitt dæmið um að ákveða fyrst og reikna síðan eða ekki er sjálf Borgarlínan. Þar var um síðir birt ófullkomin skýrsla COWI-Mannvits um félagslega greiningu. Sú skýrsla er byggð á reikningum með umferðarlíkani sem ekki hefur verið stillt af fyrir höfuðborgarsvæðið, þannig að í þá reikninga vantar grundvallar forsendur. Að þunga Borgarlínan sem öllu átti að „redda“ nái auglýstum tilgangi sínum er borin von. ÁS hefur einnig lagt fram tillögur um létta Borgarlínu og sýnir þar viðleitni til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með eins hagkvæmum aðgerðum og unnt er, enda nauðsynlegt. ÁS leggur þar til að spara 80 milljarða sem að hluta má verja til mislægra gatnamóta og fækka þannig slysum Fyrir löngu var ráðist gegn umferðarslysum í íbúðahverfum með lækkun hámarkshraða og upplýsingaátaki til slysavarna og ástandið þar nokkuð gott miðað við það sem áður var. Nú á aftur að ráðast að slysum þar en standa á sama tíma í vegi fyrir áhrifaríkum aðgerðum til að fækka slysum annars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru um þrír fjórðu af slysamestu gatnamótum landsins, flest í Reykjavík. Mislæg gatnamót eru áhrifaríkasta leiðin til að fækka slysum á þeim stöðum en þau vill borgarstjórnarmeirihlutinn ekki sjá. Það dæmi má ekki einu sinni reikna. Það er útilokað að borgarstjórnarmeirihlutinn viti þetta ekki. Þetta snýst varla lengur um slys á fólki. þetta lítur orðið út eins og aðför gegn fólkinu í Reykjavík og bílum þess með afleiðingum sem eru alvarlegar bæði fyrir heilsu fólks og efnahag. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Umferð Reykjavík Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er merkilegur siður sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í umferðamálum á undanförnum árum að ákveða fyrst og reikna síðan eða jafn vel reikna alls ekki. Það læðist að sá grunur að þessi siður sé að breiðast út í borgarstjórnarkerfinu og hafi valdið meðal annars braggamálinu og fleiri uppákomum. Síðasta dæmið er tillagan um lækkun umferðahraða í Reykjavík. Fólk tekur áhættu í öllum sínum daglegu störfum og er þess vel meðvitað. Almenningur veit full vel að það er tilgangslaust að eyða öllum sínum kröftum í að verjast einni gerð slysa og gleyma öðrum. Þetta sjónarmið hefur t.d. verið áberandi í umræðunni um varnir gegn covid-faraldrinum, þar sem markmiðið er skýrt að fækka öllum dauðsföllum af öllum orsökum og efnahag þjóðarinnar um leið. Sama gildir um slysin. Verjast verður slysum af öllu tagi og verja efnahaginn um leið. Málin eru að taka á sig æ undarlegri blæ. Í tillögu sem lögð var fyrir Skipulags- og samgönguráð 22/3-2021 virðast megin ástæður lækkunar umferðahraða dregnar saman í þessari setningu. „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir.“ Þarna er algerlega horft fram hjá því að það er einmitt skylda kjörinna fulltrúa hvort sem er í Borgarstjórn Reykjavíkur eða annarstaðar að vega saman ólíka hagsmuni og finna meðalveg í hverju máli. Öllum slysum ber að verjast en þeim vörnum verður að beina þangað sem mest gagn er að og þær mega ekki kosta þjóðfélagið meira en það getur lagt fram. Hvað mundu menn t.d. segja ef setningin væri svona: „Það er því ekki réttlætanlegt að fórna heilsu sjómanna fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis fisk.“ Ætli mönnum mundi ekki hnykkja við. Umferðamálin hafa þá sérstöðu að þar er hægt að reikna út áhrif aðgerða í umferðinni og vega móti öðrum hagsmunum. Þetta hafa tryggingafélögin gert frá ómuna tíð, Vegagerðin hefur stundað þetta og hið opinbera gerir þetta þar sem við verður komið. Að framkvæma útreikninga fyrst, bera saman hagsmuni og taka ákvörðun með niðurstöður á borðinu eru góðar verklagsreglur Annað dæmi miklu eldra er hin óskiljanlega fælni borgarstjórnarmeirihlutans á mislægum gatnamótum. Það mátti ekki einu sinni nefna mislæg gatnamót í samgöngusáttmálanum, hvað þá sýna útreikninga á hagkvæmni slíkra gatnamóta í skýrslum sem gefnar eru út. Þeir sem hafa kynnt sér tillögur ÁS (Áhugafólk um samgöngur fyrir alla) á síðunni samgongurfyriralla.com vita þó að þau eru mjög hagkvæm. Þau er það besta sem hægt er að gera í umferð höfuðborgarsvæðisins núna hvort sem litið er til slysavarna eða kostnaðar vegna umferðatafa. Til dæmis, þá munu gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, önnur af tveim slysamestu gatnamótum landsins, borga sig upp á innan við ári en tæki heldur lengri tíma ef slysakostnaðurinn einn væri reiknaður. Það er algerlega óskiljanlegt hvernig hægt er réttlæta lækkun hámarkshraða í íbúahverfum Reykjavíkur undir því fororði að fækka slysum en horfa algerlega fram hjá mislægum gatnamótum. Enn eitt dæmið um að ákveða fyrst og reikna síðan eða ekki er sjálf Borgarlínan. Þar var um síðir birt ófullkomin skýrsla COWI-Mannvits um félagslega greiningu. Sú skýrsla er byggð á reikningum með umferðarlíkani sem ekki hefur verið stillt af fyrir höfuðborgarsvæðið, þannig að í þá reikninga vantar grundvallar forsendur. Að þunga Borgarlínan sem öllu átti að „redda“ nái auglýstum tilgangi sínum er borin von. ÁS hefur einnig lagt fram tillögur um létta Borgarlínu og sýnir þar viðleitni til að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu með eins hagkvæmum aðgerðum og unnt er, enda nauðsynlegt. ÁS leggur þar til að spara 80 milljarða sem að hluta má verja til mislægra gatnamóta og fækka þannig slysum Fyrir löngu var ráðist gegn umferðarslysum í íbúðahverfum með lækkun hámarkshraða og upplýsingaátaki til slysavarna og ástandið þar nokkuð gott miðað við það sem áður var. Nú á aftur að ráðast að slysum þar en standa á sama tíma í vegi fyrir áhrifaríkum aðgerðum til að fækka slysum annars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu eru um þrír fjórðu af slysamestu gatnamótum landsins, flest í Reykjavík. Mislæg gatnamót eru áhrifaríkasta leiðin til að fækka slysum á þeim stöðum en þau vill borgarstjórnarmeirihlutinn ekki sjá. Það dæmi má ekki einu sinni reikna. Það er útilokað að borgarstjórnarmeirihlutinn viti þetta ekki. Þetta snýst varla lengur um slys á fólki. þetta lítur orðið út eins og aðför gegn fólkinu í Reykjavík og bílum þess með afleiðingum sem eru alvarlegar bæði fyrir heilsu fólks og efnahag. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar