Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Tómas Gíslason skrifar 5. nóvember 2021 11:00 Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun