Fræðsla - lykill að samfélagi án ofbeldis Tómas Gíslason skrifar 5. nóvember 2021 11:00 Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þegar kórónaveiran skall á samfélagið af fullum þunga árið 2020 varð ljóst að ofbeldi jókst til muna í samfélaginu. Með samhentu átaki viðbragðsaðila og yfirvalda var opnuð sérstök ofbeldisgátt á vefsíðu 112.is, þar sem allar upplýsingar um ofbeldi er að finna á einum stað. Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi. Frá því vefsíða 112 var opnuð í október í fyrra hafa viðtökur ekki látið á sér standa. Þar stigum við skref í átt að betri þekkingu almennings á birtingarmyndum ofbeldis. Þar má finna helstu upplýsingar um hvað er ofbeldi, hvernig þekkjum við það og hvað getum við gert, hvort sem við erum þolendur, gerendur eða aðstandendur. Okkar helsta markmið með ofbeldisgáttinni er að koma í veg fyrir ofbeldi áður en það á sér stað. Í ár varð Neyðarlínan 25 ára og eftir aldarfjórðung af móttöku neyðaruppkalla í 112 þótti okkur orðið tímabært að leggja áherslu á forvarnir, með það fyrir augum að fækka neyðarköllunum. Þegar aðgerðarteymið um ofbeldi hafði samband við okkur um nýtingu vefsíðunnar 112.is sem allsherjar fræðslugátt um ofbeldi, þá stukkum við á það sem frábæran afmælisgjörning. Núna, þessu ári seinna gætum við ekki verið ánægðari með hvernig til hefur tekist og við erum staðráðin í að efla þessa forvarnarhlið á okkar starfsemi um alla fyrirsjáanlega framtíð. Tölfræðin sýnir að almenningur sækir sér mikið upplýsingar á vef 112 og þá sér í lagi í gegnum snjallsíma, eða um 60%. Um 235 notendur hafa sótt síðuna daglega frá upphafi og dvelja þeir lengi á hverri síðu, sem þýðir að efnið kemst til skila. Mest lesna efni síðunnar er um andlegt ofbeldi en einnig hefur netspjall mikið verið notað, eða u.þ.b. 600 samtöl á síðastliðnu ári og er það kærkomin viðbót fyrir þá notendur sem eiga erfitt með að tjá sig með töluðu máli. Markmið 112 er að vera ávallt til staðar, hvort sem það er í síma, á netspjalli, í appi eða með fræðslu á vef okkar, 112.is. Um þessar mundir er komin í loftið ný útgáfa af 112 appinu sem kemur meira til móts við þá sem geta ekki átt eða kjósa frekar að eiga skrifleg samskipti. Þar er einnig að finna gagnlega fræðslu svo við hvetjum alla til að sækja það á snjallsímana sína. Framtíðarsýn okkar er fyrst og fremst að fækka skrefum í átt að hjálp en einnig að halda áfram að miðla fræðslu um ofbeldi af öllu tagi, gera fræðsluna aðgengilega - fyrir alla, og bregðast hratt við þróun í ofbeldismálum. Takmark okkar er þannig takmark samfélagsins í heild, að almenningur geti notið góðs af og skapað heilbrigt samfélag - án ofbeldis. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri 112.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar