Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 19:47 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Landhelgisgæslan Rangárþing ytra Slökkvilið Lögreglumál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05