Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi? Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar 21. mars 2022 09:31 Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Zuism Dómsmál Alþingi Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun