Mun þögn Þjóðkirkjunnar senda tvo menn í fangelsi? Hjalti Rúnar Ómarsson skrifar 21. mars 2022 09:31 Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Zuism Dómsmál Alþingi Þjóðkirkjan Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Nú standa yfir réttarhöld yfir tveimur mönnum sem verða mögulega dæmdir í þriggja ára fangelsi. Í ákærunni er glæpur þeirra sagður sá að svíkja „fjárframlög úr ríkissjóði“ og valda „íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártjóni í reynd“. Þessi meintu fjárframlög úr ríkissjóði voru sóknargjöld. Í hvert einasta skipti sem rætt hefur verið um upphæð sóknargjalda á Alþingi hefur yfirstjórn Þjóðkirkjunnar, með biskup í fararbroddi, mótmælt því harðlega að sóknargjöld séu framlög úr ríkissjóði. Þjóðkirkjan heldur því staðfastlega fram að þetta séu þvert á móti félagsgjöld, sem ríkið er einungis að innheimta fyrir hönd trúfélaganna. Í nýlegri umsögn biskupsstofu við fjárlög 2022 var meira að segja fullyrt að núverandi fjármálaráðherra hefði viðurkennt að lækkun sóknargjalda væri „ígildi fjárdráttar eða þjófnaðar“ - það er að segja að ríkið væri að stela peningum Þjóðkirkjunnar! Ef það er rétt, þá eru þessir tveir menn saklausir. Þá voru engin framlög úr ríkissjóði svikin út og ekkert fjártjón sem íslenska ríkið varð fyrir. Þá fengu þessir menn einfaldlega félagsgjöld frá meðlimum í félaginu þeirra, sem ríkið innheimti fyrir þá. Um þetta hefur verið deilt í réttarhöldunum. Saksóknarinn segir að það sé „lífsseigur misskilningur að ríkið innheimti sóknargjöld“, heldur sé í reynd „um að ræða styrki til trúfélaga sem greiddir séu af almennu skattfé“. Verjandinn mótmælti og sagði að ríkið „átti sennilegast aldrei neitt tilkall til þessara peninga“, sem er satt og rétt, **ef** sóknargjöld eru félagsgjöld. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Þjóðkirkjunni til varnar þessum mönnum? Jafnvel þó yfirstjórn Þjóðkirkjunnar sé sama um hvort þessir menn muni dúsa nokkur ár í fangelsi eða ekki, hlýtur hún að mótmæla því að núna verði fest með dómi að sóknargjöld séu ríkisstyrkir en ekki félagsgjöld. Reyndar eru til ein ummæli frá Agnesi biskupi um þetta mál úr viðtali (áður en þetta varð að dómsmáli). Hún sagði að þarna hefði fólk séð „möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu“. Þau ummæli benda reyndar til þess að Agnes líti á sóknargjöld sem framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld. Þannig að hugsanlega má skilja þögn Þjóðkirkjunnar sem svo að þau viti vel að þetta séu framlög frá ríkinu, en ekki félagsgjöld, og að fullyrðingar þeirra um “félagsgjöld" séu einungis notaðar þegar Þjóðkirkjan reynir að réttlæta hærri framlög frá ríkinu. Er þögn Þjóðkirkjunnar samþykki? Höfundur er í stjórn Vantrúar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun