Framtíð okkar í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun