Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 14:30 Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Utanríkismál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun