Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 14:30 Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Utanríkismál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun