„Algjört vald“ en engin ábyrgð? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. apríl 2022 15:30 „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar