Skólar sem efla öll börn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2022 11:01 Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun