Skólar sem efla öll börn Þórdís Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2022 11:01 Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við erum heppin hér á landi að við eigum nokkra framúrskarandi skóla. Það er hins vegar staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við það skólastarf sem verður æ flóknara með hverju degi. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Hlustum á kennara og skólastjórnendur Í samtölum mínum við kennara og stjórnendur nefna þau flest að það skortir tilfinnanlega á að á þau sé hlustað. Snilldin við það að hlusta er að þannig er hægt að læra. Það sem meira er, er að aðeins þannig er hægt að mæta þeim þörfum sem þarf til að skólar okkar geti verið framúrskarandi. Það skortir á stuðning til að mæta því flókna hlutverki sem það er að efla hvert og einasta barn. Yfirstjórn og stjórnsýsla skólamála í Reykjavík er svo flólin að skólastjórnendur vita jafnvel ekki hvert á að leita eftir stuðningi – og þegar það kemur í ljós þá hefst biðin. Rannsóknir um hvernig á að styðja kennara Þetta kemur heim og saman við rannsókn sem unnin var af kennaradeildinni í Háskólanum á Akureyri. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að stuðningur og ráðgjöf við kennara er víkjandi hjá skólaþjónustu sveitarfélaganna. Skólaþjónustan hefur þróast meira og meira út í það að vera klínísk síðastliðin 25 ár. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að þjónustan hefur þróast út í að taka á vanda nemenda og að greina þá, en kennslufræðilegur stuðningur við kennara er víkjandi. Það þýðir að kennarar upplifa sig eina með það flókna verkefni sem mætir þeim í að mæta ólíkum börnum með ólíkar þarfir. Það vantar stuðning til kennara til að þau geti í sínu daglega starfi mætt öllum börnum til að efla öll börn. Lausnin er sjálfræði skólanna Lausnin er til staðar og það er að hlusta á kennara sem þekkja best vandann sem blasir við á hverjum degi. Með því að færa valdið og ákvörðunartöku til þeirra verður hægt að aðlaga allt kerfið þannig að það þjóni kennurum og börnum í skólunum sjálfum. Niðurstaða af slíkri valdeflingu gæti t.d. orðið að það þurfi að bæta við meiri sérfræðiþekkingu innan skólanna og þannig verður meiri og heildstæðari þjónusta á þeirra hendi. Þannig fá kennarar aukið svigrúm að sinna sínu hlutverki sem er að mennta börnin, fylgjast með þroska, líðan og almennri velferð á sama tíma og skólinn í heild sinni nær að efla öll börn. Fræðasamfélagið Við ættum líka að hlusta betur á fræðasamfélagið. Það hafa verið unnar margar rannsóknir á starfsumhverfi kennara eins og sú sem ég vitna í hér að ofan. Einnig eru aðrar rannsóknir sem sýna mörg rauð flögg í skólakerfinu eins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) og Svava Þórhildur Hjaltalín kennari hafa tjáð sig um. Það er hægt að hraða jákvæðri þróun með því að nýta niðurstöður úr rýndum rannsóknum sem benda á stórkostlega veikleika í skólakerfinu en ekki bara að bíða þangað til stjórnkerfið áttar sig á þeim og finnur hjá sjálfu sér hvernig þetta eigi að bregðast við - lausnin er ekki þar. Breytingar nauðsynlegar í pólitíkinni Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu sem felur í sér að hrista upp í kerfinu. Okkar nálgun er sú að valdið fari til skólanna og þjónustan verði undir þeirra forræði. Þegar kemur að skólamálum hefur Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár í Reykjavík. Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri. Við í Viðreisn viljum skóla sem efla öll börn og við ætlum að hefja samtal og aðgerðir þeirra aðila sem geta látið það gerast. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun