Velferðarþjónustan og samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Helga Lind Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2022 21:01 Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Árborg Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar