Velferðarþjónustan og samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Helga Lind Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2022 21:01 Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Árborg Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, gjarnan kölluð farsældarlögin, samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að tryggja að börn og foreldrar sem þurfa á stuðningi að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og eru farsældarlögin afrakstur gríðarlega mikillar samstilltrar vinnu margra aðila og stofnana. Farsældarlögin í framkvæmd Farsældarlögin eru leiðarvísir fyrir starfsfólk innan velferðarþjónustunnar og aðra aðila sem vinna að hagsmunum barna og fjölskyldna um hvernig beri að veita samþættan og snemmtækan stuðning. Lögin setja skyldur og kveða á um samstarf á milli m.a. menntastofnana, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu auk lögreglu og íþrótta- og æskulýðsstarfs. Samstarf þessara aðila getur haft grundvallarþýðingu fyrir þau börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa á stuðningi að halda til að tryggja velferð og farsæld til framtíðar. Farsældarlögin munu og hafa þegar kallað á aukið framlag starfsmanna á ýmsum sviðum innan þjónustustofnana sveitarfélagsins. Með innleiðingu farsældarlaganna kemur til útgjaldaaukningar hjá sveitarfélaginu hér í Árborg líkt og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Í því samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að markmið farsældarlaganna er að fækka áföllum og erfiðum upplifunum sem börn geta orðið fyrir á uppvaxtarárunum og efla þannig seiglu þeirra til framtíðar. Ávinningurinn mun koma fram með tímanum og sparnaðurinn til langtíma mun vega meira en núverandi og komandi útgjaldaaukning. Lögin eru því fjárfesting til framtíðar. Farsældarlögin í Árborg Sveitarfélagið Árborg, með fjölskyldusvið Árborgar í fararbroddi, hefur þegar náð gríðarlega góðum árangri í innleiðingu farsældarlaganna. Góður árangur við innleiðinguna hjá Árborg hefur vakið eftirtekt annarra sveitarfélaga og hefur Árborg verið titlað frumkvöðlasveitarfélag við innleiðingu farsældarlaganna. Er þetta að þakka þeim gríðarlega öfluga og framsýna mannauði sem sveitarfélagið býr yfir. Innleiðingu farsældarlaganna er ekki lokið en áætlað er að innleiðingaferlið standi yfir næstu þrjú til fimm árin. Velferðarþjónustan og fjölskyldusvið Árborgar munu þurfa á öflugu baklandi í bæjarstjórn að halda við áframhaldandi innleiðingarferli, enda eru verkefnin framundan fjölmörg og krefjandi. Það er trú okkar í D-listanum að með samstilltri vinnu, skilningi og samtali á milli mannauðsins í sveitarfélaginu og bæjarstjórnar, samtali sem byggist á þekkingu og reynslu, getum við tekið höndum saman um þróun þjónustu sem byggist á farsældarlögunum, þjónustu til framtíðar og til heilla fyrir börn og fjölskyldur í Árborg. Við í D-listanum viljum vera sterk rödd velferðarþjónustunnar í Árborg okkar allra. Höfundur er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og skipar 6. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar