Vísindaveröld á Keldnaholti Stefán Pálsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar