Saga af stúlku Katrín Birna Viðarsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:00 Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun