Lítil börn í stórum skólum Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 6. maí 2022 09:30 Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Börn og uppeldi Viðreisn Þórdís Sigurðardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er mikill munur á grunnskóla og leikskóla. Leikskólar eru yfirleitt litlir með viðmið um fá börn á hvern kennara á meðan fjöldi barna í umsjón hvers kennara getur farið vel yfir 20 í grunnskóla. Það er líka mikill munur á börnum milli þessara skólastiga. Menntunin sem fram fer í leikskólum er jafnmikilvæg grunnskólamenntuninni þó henni sé hagað á allt annan hátt. Það er góð þroskafræðileg ástæða fyrir því að langflest lönd miða við 6 ára sem fyrsta ár grunnskólans og aðeins 11% allra landa í heiminum láta hann byrja fyrr. Það er vanhugsað hjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, að leiðin til að spara fjármuni sé að stytta leikskólann og að þá verði hægt að taka þar inn fleiri börn. Að þessari hugmynd sé ætlað að upphefja leikskólastarfið og leysa mönnunarvandann staðfestir að ekki hefur verið talað við marga kennara um hugmyndina. Ánægja foreldra með leikskóla Ég efast um að margir foreldrar fagni þeirri snöggsoðnu hugmynd að færa fimm ára barnið þeirra í grunnskóla. Þau sem hafa verið með barn í grunnskóla þekkja þann gífurlega mun sem er alla jafna á nálgun og umhverfi barna milli þessara skólastiga. Af hverju að taka gleðina og áhyggjuleysið sem börn njóta í leikskólum frá þeim ári fyrr? Foreldrar treysta leikskólum vel fyrir börnunum. Það er ekki sjálfgefið þegar um ræðir það dýrmætasta af öllu í lífi foreldra enda gera þeir miklar kröfur til leikskólastarfsfólks. Á hverju ári eru gerðar ánægjumælingar og leikskólar státa af ánægðum foreldrum. Traust og ánægja foreldra og gæði þjónustunnar eru afleiðing þess að í leikskólanum starfar fagfólk sem þekkir þroska yngstu Reykvíkinganna vel og hefur byggt upp umhverfi sem hentar. Verndum æskuna Það eru mikil viðbrigði fyrir börnin að hefja grunnskólagöngu, þar sem aðrar og nýjar kröfur eru gerðar til þeirra. Til eru dæmi um fimm ára bekki við grunnskóla sem og samrekstur leik- og grunnskóla þar sem vel hefur tekist til og ánægja barna, foreldra og kennara er mikil. Það er hins vegar allt annað en kerfisbreyting sem hefði áhrif á alla skóla borgarinnar, miklar breytingar í starfsmannahaldi og ófyrirséðan kostnað. Þau börn sem eru í leikskóla í dag gætu orðið yfir 100 ára gömul. Viðreisn vill ræða um allt lífskeið Reykvíkinga með þá framtíðarsýn í huga að öll eigi að fá notið hvers æviskeiðs sem best. Umræða um styttingu skólastiga er í hrópandi mótsögn við þá stefnu. Það er eðlilegra að huga að lengri tíma þar sem leikurinn ræður för þar sem menntun er hluti af öllu lífsskeiðinu. Við byggjum áfram upp gott leikskólastarf og tryggjum með því góða menntun og öruggt umhverfi, í leikskólum sem eru hannaðir til að mæta börnum á fyrsta æviskeiðinu. Verndum æskuna. Höfundur skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun