Heilsueflandi samfélagið Fjarðabyggð Salóme Rut Harðardóttir skrifar 10. maí 2022 08:16 Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð hóf þátttöku í verkefninu heilsueflandi samfélag árið 2017. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúða. Í Fjarðabyggð er öflugt og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni, sem er gríðarlega mikilvægt, enda hafa rannsóknir sýnt að ein besta forvörn fyrir börn og ungmenni er þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Fjarðalistinn vill leggja áherslu á að efla íþróttamálin og tryggja enn frekar að öll börn og ungmenni í Fjarðabyggð geti stundað sínar íþróttagreinar óháð búsetu innan kjarnans. Með tilkomu gjaldfrjálsra almenningssamgangna frá haustinu 2021 hefur aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi stóraukist. Þetta er verkefni sem þarf að vinna enn frekar og mikilvægt að þróa það og bæta m.a. í samstarfi við íþróttafélögin svo að samgöngurnar þjóni tilgangi sínum sem allra best. Við hörmum að áætlanir um akstur upp á skíðasvæði fyrir iðkendur sem lögðu stund á skíðaíþróttina í vetur hafi ekki verið eins og til stóð. Það er verkefni sem verður að gera úrbætur á og vera klárt fyrir næsta vetur. Fjarðalistinn telur einnig mikilvægt að leggja áherslu á að efla tómstundir hjá þeim hópi sem finnur sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og þeim sem hætta í íþróttum á unglingsaldri. Rannsóknir sýna að brottfall úr íþróttum er mjög hátt hjá iðkendum á unglingsaldri og mikilvægt að hafa önnur úrræði í boði fyrir þessi ungmenni svo að þau einangrist ekki. Nýlega undirritaði Fjarðabyggð samning við Dr. Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing sem snýr að hreyfingu og heilsueflingu eldri aldurshópa. Janusarverkefnið eins og það er kallað átti að fara af stað árið 2020 en frestaðist vegna Covid faraldurs en mun nú loksins hefja göngu sína seinna á þessu ári sem er mjög gleðilegt. Fjarðalistinn mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til heilsu- og íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð. Ljúka þarf hönnun og uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga í Fjarðabyggð, enda mikið lýðheilsumál að allir íbúar geti nýtt stígana sér til hreyfingar og heilsubótar. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi endurbætur á íþróttamannvirkjum og tryggja gott aðgengi allra að þeim. Klára þarf endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni, en beðið er eftir burðarþolsmati til að loksins verði hægt að taka næstu skref í því stóra verkefni. Bæjarstórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í viðgerð á sundlauginni á Reyðafirði svo að skólabörn á Reyðarfiði komist þar í skólasund. Þeirri viðgerð þarf að ljúka sem allra fyrst. Einnig þarf að lagfæra Eskifjarðarvöll svo að hann standist kröfur um keppnisvöll. Höfundur er íþróttakennari og forvarnarfulltrúi. Hún skipar 9. sæti Fjarðalistans – lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar