Haturssíður með hýsingu á Íslandi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. júlí 2022 16:00 Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. Íslenskur hýsingaraðili síðunnar kallar sig 1984 og kveðst ganga fram í nafni tjáningarfrelsis. Í sjálfu sér er gott og blessað að standa vörð um tjáningarfrelsið, en það ber að athuga að sum tjáning gengur út fyrir mörk þess. Beinar hótanir, hatursorðræða, ærumeiðingar og meinsæri eru allt dæmi um tjáningu sem er réttilega óheimil samkvæmt lögum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem íslenskt hýsingarfyrirtæki er staðið að því að hýsa Gyðingahatur og viðlíka ófögnuð. Íslenska fyrirtækið Orangewebsite hýsir til dæmis nokkrar mjög vafasamar síður og íslensk yfirvöld hafa hingað til lítið sem ekkert aðhafst í því máli. Það er löngu orðið ljóst að yfirvöld þurfa að herða verulega tökin á þeim vefsíðum sem eru hýstar hér á landi. Nýstofnaður starfshópur um hatursorðræðu á Íslandi mun vonandi ná sáttum um aðgerðir gegn slíkum síðum og aðilunum sem hýsa þær, en því miður mun ekki verða af þeim fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. Íslenskur hýsingaraðili síðunnar kallar sig 1984 og kveðst ganga fram í nafni tjáningarfrelsis. Í sjálfu sér er gott og blessað að standa vörð um tjáningarfrelsið, en það ber að athuga að sum tjáning gengur út fyrir mörk þess. Beinar hótanir, hatursorðræða, ærumeiðingar og meinsæri eru allt dæmi um tjáningu sem er réttilega óheimil samkvæmt lögum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem íslenskt hýsingarfyrirtæki er staðið að því að hýsa Gyðingahatur og viðlíka ófögnuð. Íslenska fyrirtækið Orangewebsite hýsir til dæmis nokkrar mjög vafasamar síður og íslensk yfirvöld hafa hingað til lítið sem ekkert aðhafst í því máli. Það er löngu orðið ljóst að yfirvöld þurfa að herða verulega tökin á þeim vefsíðum sem eru hýstar hér á landi. Nýstofnaður starfshópur um hatursorðræðu á Íslandi mun vonandi ná sáttum um aðgerðir gegn slíkum síðum og aðilunum sem hýsa þær, en því miður mun ekki verða af þeim fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar