Aukið flækjustig í sáttameðferð foreldra Lárus Sigurður Lárusson skrifar 19. ágúst 2022 16:00 Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu. Dómstólar hafa slegið því föstu að það sé lágmarksinntak sáttameðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra hafi komið fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamanns hvenær fullreynt sé að sættir náist. Hafi nokkuð misfarist í sáttameðferðinni getur það varðar frávísun málsins frá dómi. Fyrir dómstólum hefur oftast á það reynt hvort sáttameðferð hafi farið fram um tiltekið ágreiningsefni og hefur þá efni sáttavottorðs ráðið úrslitum um það. Dómara ber af sjálfsdáðum að gæta að því að fullnægjandi sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a barnalaga hafi farið fram. Hinn 2. október 2020 féll í Landsrétti dómur þar sem aðila tókst að vefengja efni sáttavottorðs. Í máli þessu hafði faðir leitað til sýslumanns vegna ágreinings um þrjú mál – forjá, umgengni og meðlag. Málinu hafði verið vísað til sáttameðferðar á grundvelli beiðni föðurs sem rituð var á eyðublað sýslumanns fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Í sáttavottorði kom fram að málinu hafi verið lokið án þess að móðir hefði mætt til boðaðra sáttafunda. Þess ber að gæta að þegar foreldri afþakkar eða hafnar sáttameðferð þá er litið svo á að það sé afstaða þess aðila að sáttameðferð sé tilgangslaus og muni ekki bera árangur. Í vottorðinu voru helstu ágreiningsefni aðila tilgreind sem forsjá og umgengni. Í athugasemdum í vottorðinu kom fram að ekki hafi farið fram virk sáttameðferð en upplýsingar um kröfur föður væri að finna í gögnum málsins. Þetta þýddi að til þess að finna upplýsingar um afstöðu föðurins til ágreiningsefnanna þurfi að skoða önnur gögn málsins. Þau gögn voru áðurnefnd beiðni föðurins. Sú beiðni hafði verið rituð á eyðublað fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Jafnframt var vísað til skriflegrar greinargerðar áfrýjanda þar sem fram kom að um væri að ræða beiðni foreldris sem sameiginlega forsjá um breytt lögheimili ásamt beiðni um að úrskurðað yrði um umgengni og meðlag. Með þessum gögnum þótti sýnt fram á að málsbeiðandi, faðirinn, hefði ekki haft uppi kröfu um breytingu á forsjá í sáttameðferðinni enda ekki minnst á kröfur um breytta forsjá hvorki í umsókn né greinargerð. Með þessu þótti sýnt fram á að efni sáttavottorðsins væri rangt og því talið að fullnægjandi sáttameðferð hefði ekki farið fram um forsjá og málinu því vísað frá dómi með vísan til 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nýverið féll úrskurður í Hérðasdómi Reykjavíkur þar sem máli var vísað frá dómi á sömu rökum og með vísan til ofangreinds fordæmis Landsréttar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um almennt fordæmisgildi ofangreindra mála þá verður samt sem áður að taka tillit til þeirra og reyna að draga af þeim nokkurn lærdóm. Sé það svo einfalt að vefengja efni sáttavottorða að það dugi að vísa til þess eyðublaðs hjá sýslumanni sem sáttameðferð grundvallast þarf að líta til þess að sýslumannsembættin öllu jafna gera þá kröfu að foreldrar fylli út tiltekin eyðublöð embættanna þegar þau óska eftir breytingum á málefnum barna sinna. Því er um að ræða stöðluð umsóknareyðublöð sem foreldrar hafa oft lítið val um hvort þau fylli út eður ei. Þannig kann málinu strax í upphafi að vera markaður farvegur að kröfu sýslumanns en ekki í samræmi við vilja málsaðila og því varhugavert að líta til þess eins. Hér þyrfti fleira að koma til skoðunar, eins og önnur gögn sem gætu varpað ljósi á kröfur aðila í sáttameðferðinni sjálfri og um hvað var rætt. Þannig gætu tölvubréfssamskipti milli aðila og sáttamiðlara leitt þetta í ljós eða greinargerðir aðila, hafi þeir á annað borð skilað inn greinargerðum um kröfur sínar. Því miður er því sjaldnast fyrir að fara að aðilar komi kröfum sínum á framfæri við sáttamiðlara með skriflegum hætti. Sé raunin sú að efni sáttavottorða dugar ekki lengur til þess að sanna hvort sáttameðferð hafi raunverulega farið fram kallar það á breytt verklag bæði hjá sýslumannsembættunum og þeim lögmönnum sem aðstoða foreldra í svona málum. Er brýnt að vanda vel til verka strax í öndverðu og þá tryggja sönnun um þær kröfur foreldris sem eiga að vera grundvöllur sáttameðferðar. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þyngri málsmeðferðar og meiri kostnaðar fyrir foreldra sem verður að teljast bagalegt í viðkvæmum málaflokki sem kallar á skjóta og hnökralausa málsmeðferð. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu. Dómstólar hafa slegið því föstu að það sé lágmarksinntak sáttameðferðar að helstu ágreiningsefni og afstaða aðila til þeirra hafi komið fram en það sé að öðru leyti lagt í mat sáttamanns hvenær fullreynt sé að sættir náist. Hafi nokkuð misfarist í sáttameðferðinni getur það varðar frávísun málsins frá dómi. Fyrir dómstólum hefur oftast á það reynt hvort sáttameðferð hafi farið fram um tiltekið ágreiningsefni og hefur þá efni sáttavottorðs ráðið úrslitum um það. Dómara ber af sjálfsdáðum að gæta að því að fullnægjandi sáttameðferð samkvæmt 33. gr. a barnalaga hafi farið fram. Hinn 2. október 2020 féll í Landsrétti dómur þar sem aðila tókst að vefengja efni sáttavottorðs. Í máli þessu hafði faðir leitað til sýslumanns vegna ágreinings um þrjú mál – forjá, umgengni og meðlag. Málinu hafði verið vísað til sáttameðferðar á grundvelli beiðni föðurs sem rituð var á eyðublað sýslumanns fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Í sáttavottorði kom fram að málinu hafi verið lokið án þess að móðir hefði mætt til boðaðra sáttafunda. Þess ber að gæta að þegar foreldri afþakkar eða hafnar sáttameðferð þá er litið svo á að það sé afstaða þess aðila að sáttameðferð sé tilgangslaus og muni ekki bera árangur. Í vottorðinu voru helstu ágreiningsefni aðila tilgreind sem forsjá og umgengni. Í athugasemdum í vottorðinu kom fram að ekki hafi farið fram virk sáttameðferð en upplýsingar um kröfur föður væri að finna í gögnum málsins. Þetta þýddi að til þess að finna upplýsingar um afstöðu föðurins til ágreiningsefnanna þurfi að skoða önnur gögn málsins. Þau gögn voru áðurnefnd beiðni föðurins. Sú beiðni hafði verið rituð á eyðublað fyrir beiðni „foreldris með sameiginilega forsjá um breytt lögheimili barns“. Jafnframt var vísað til skriflegrar greinargerðar áfrýjanda þar sem fram kom að um væri að ræða beiðni foreldris sem sameiginlega forsjá um breytt lögheimili ásamt beiðni um að úrskurðað yrði um umgengni og meðlag. Með þessum gögnum þótti sýnt fram á að málsbeiðandi, faðirinn, hefði ekki haft uppi kröfu um breytingu á forsjá í sáttameðferðinni enda ekki minnst á kröfur um breytta forsjá hvorki í umsókn né greinargerð. Með þessu þótti sýnt fram á að efni sáttavottorðsins væri rangt og því talið að fullnægjandi sáttameðferð hefði ekki farið fram um forsjá og málinu því vísað frá dómi með vísan til 3. mgr. 71. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Nýverið féll úrskurður í Hérðasdómi Reykjavíkur þar sem máli var vísað frá dómi á sömu rökum og með vísan til ofangreinds fordæmis Landsréttar. Þótt erfitt sé að fullyrða nokkuð um almennt fordæmisgildi ofangreindra mála þá verður samt sem áður að taka tillit til þeirra og reyna að draga af þeim nokkurn lærdóm. Sé það svo einfalt að vefengja efni sáttavottorða að það dugi að vísa til þess eyðublaðs hjá sýslumanni sem sáttameðferð grundvallast þarf að líta til þess að sýslumannsembættin öllu jafna gera þá kröfu að foreldrar fylli út tiltekin eyðublöð embættanna þegar þau óska eftir breytingum á málefnum barna sinna. Því er um að ræða stöðluð umsóknareyðublöð sem foreldrar hafa oft lítið val um hvort þau fylli út eður ei. Þannig kann málinu strax í upphafi að vera markaður farvegur að kröfu sýslumanns en ekki í samræmi við vilja málsaðila og því varhugavert að líta til þess eins. Hér þyrfti fleira að koma til skoðunar, eins og önnur gögn sem gætu varpað ljósi á kröfur aðila í sáttameðferðinni sjálfri og um hvað var rætt. Þannig gætu tölvubréfssamskipti milli aðila og sáttamiðlara leitt þetta í ljós eða greinargerðir aðila, hafi þeir á annað borð skilað inn greinargerðum um kröfur sínar. Því miður er því sjaldnast fyrir að fara að aðilar komi kröfum sínum á framfæri við sáttamiðlara með skriflegum hætti. Sé raunin sú að efni sáttavottorða dugar ekki lengur til þess að sanna hvort sáttameðferð hafi raunverulega farið fram kallar það á breytt verklag bæði hjá sýslumannsembættunum og þeim lögmönnum sem aðstoða foreldra í svona málum. Er brýnt að vanda vel til verka strax í öndverðu og þá tryggja sönnun um þær kröfur foreldris sem eiga að vera grundvöllur sáttameðferðar. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þyngri málsmeðferðar og meiri kostnaðar fyrir foreldra sem verður að teljast bagalegt í viðkvæmum málaflokki sem kallar á skjóta og hnökralausa málsmeðferð. Höfundur er lögmaður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun