Móðir Hrafnhildar Lilju fékk símtalið sem hún hafði beðið eftir í fjórtán ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2022 13:38 Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008. arnar halldórsson Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún kveðst þakklát fyrir að lögregla hafi hlustað og segir stuðninginn ómetanlegan. Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney. Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Fyrir helgi birtum við viðtal við móður og móðursystur Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Í viðtalinu gagnrýndu þær íslensk stjórnvöld fyrir að hafa aldrei beitt sér fyrir rannsókn málsins og sögðust vilja að málið yrði opnað á ný og rannsókn tekin upp en morðinginn gengur enn laus. Eftir að viðtalið var birt hringdi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í móður Hrafnhildar Lilju og sagðist vilja skoða málið nánar og óska eftir upplýsingum frá lögreglunni úti. Líney segir að Karl Steinar hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. „Já þetta er sko langþráð símtal. Bara yndislegt og nú er maður búinn að fá hreyfingu á málið,“ sagði Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar. „Hann hringir bara eftir viðtalið og lætur mig vita að þeir hafi áhuga á að skoða og fara yfir málið og að þetta væru ekki þeirra vinnubrögð.“ Sérstaklega séu þær þakklátar lögreglu fyrir að hafa hlustað. Þær finna fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Bara ótrúleg. Við erum búin að fá svo svakalegan stuðning og þetta hefur gefið okkur svo mikið. Hún er alla vegana ekki gleymd.“ Þær segjast hafa fengið svakaleg viðbrögð í kjölfar viðtalsins og hreyfingu á málið sem gefi þeim mjög mikið. „Bærinn, allur bærinn stendur við bakið á okkur. Segja hvað við séum miklar hetjur að stíga fram og þakka okkur fyrir að fara í þetta viðtal,“ sagði Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar. „Við erum bara svo þakklátar fyrir þessum viðbrögðum og lögreglu og öllum sem hafa tekið þátt, við erum þakklát,“ sagði Líney.
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglumál Lögreglan Íslendingar erlendis Fjallabyggð Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira