Leigubremsa er raunhæf og skynsamleg Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Leigumarkaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Danir ætla að koma á leigubremsu. Á danska þjóðþinginu er meirihluti fyrir því að takmarka hækkun leiguverðs næstu tvö ár. Hækkanir á húsaleigu verða takmarkaðar við 4% á ári næstu tvö árin en undanskildir verða þeir leigusalar sem sýnt geta fram á að kostnaður vegna húsnæðisins hafi hækkað umfram þá upphæð, t.d. vegna viðhalds. Leigubremsan gildir jafnt um núverandi og tilvonandi leigusamninga og nær yfir húsnæði í eigu einkaaðila. Hafi leiga hækkað á síðustu þremur mánuðum mun viðkomandi leigusali þurfa að draga hana til baka. Þetta kjósa Danir að gera, þrátt fyrir að þar sé húsnæðisöryggi leigjenda mun meira en á Íslandi. Stöðugur húsnæðismarkaður er nefnilega grunnur að stöðugu efnahagslífi. Neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði Ólíkt dönskum leigumarkaði eru réttindi leigjenda á Íslandi lítil. Húsnæðisöryggi er ekkert og raunveruleiki leigjenda er að búa við skammtíma leigusamninga sem gætu við hverja endurnýjun verið sagt upp eða leiga hækkuð. Sveiflur í hagkerfinu lenda beint á leigjendum. Bara það að ferðamönnum fjölgi getur orðið til þess að ógna húsnæðisöryggi, þar sem leigusamningum er sagt upp og íbúðir færðar í skammtímaleigu. Afleiðingin er öllum ljós. Leigjendur eru oftar með íþyngjandi húsnæðiskostnað og staðan er verst hjá þeim tekjulægstu. Ótal sögur berast nú verkalýðshreyfingunni um hækkun leiguverðs langt umfram verðbólgu. Hér er um að ræða verulega, áþreifanlega kjararýrnun fyrir fólk á leigumarkaði. Loforð stjórnvalda ekki efnd Verkalýðshreyfingin krafðist aðgerða á leigumarkaði í aðdraganda Lífskjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda var boðað að ákvæði húsaleigulaga yrðu endurskoðuð með það í huga að vernda leigjendur þegar kemur að hækkun leigufjárhæðar, þ.e. leigubremsa. Þessi loforð stjórnvalda hafa ekki verið efnd á samningstímabilinu. Það hefur ekki einu sinni tekist að ná fram smávægilegum breytingum sem snúa að skylduskráningu leigusamninga í grunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það mál var ekki afgreitt úr þingnefnd þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar um að það yrði afgreitt fyrir sumar. Afleiðingin er að hækkanir dynja yfir leigjendur um þessar mundir. Danir sýna okkur að það er ekki bara hægt, heldur er afar einfalt að koma á leigubremsu. Þar getur Alþingi sett lög sem takmarka órökstudda hækkun leiguverðs í núverandi neyðarástandi. Þessi loforð er enn hægt að efna áður en kjarasamningar renna út. Á sama tíma þarf að setja stóraukinn kraft í uppbyggingu íbúða Bjargs og Blævar sem langtímalausn á leigumarkaði. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar