Kallar eftir frelsun bænda Snorri Másson skrifar 16. september 2022 20:47 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði. Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði.
Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03