Sjálfbærni felur í sér ótal tækifæri Sara Pálsdóttir skrifar 21. september 2022 09:01 Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni, og þá ekki síst loftslagsmál og samfélagsleg málefni, verður meðal aðalviðfangsefna okkar næstu áratugina. Samfélög gera sífellt ríkari kröfur á að fyrirtæki sýni samfélagslegan ávinning af starfsemi sinni, ekki síður en fjárhagslegan. Í því samhengi er mikilvægt að við lítum ekki á sjálfbærnimál sem fjötur um fót heldur horfum á tækifærin sem fylgja þeim og hvernig við náum sem bestum árangri í breyttu umhverfi. Landsbankinn stendur nú í vikunni fyrir sínum fyrsta sjálfbærnidegi. Við höfum fengið fjölda fólks að borðinu og aðalræðumaður dagsins er Tjeerd Krumpelman. Hann er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka sem náð hefur aðdáunarverðum árangri í að samþætta sjálfbærni allri sinni kjarnastarfsemi og vinna að sameiginlegum ávinningi bankans, viðskiptavina og umheimsins. Betri árangur í rekstri með sjálfbærni Meginviðfangsefni sjálfbærnidagsins í ár er einmitt hvernig hægt er að ná betri árangri í fjárfestingum og rekstri fyrirtækja með sjálfbærri hugsun. Það felast nefnilega ótal tækifæri í sjálfbærni og margt sem bendir til þess að þau fyrirtæki sem tileinka sér sjálfbærni og samþætta hana kjarnastarfsemi sinni skili til lengdar betri árangri. Þetta getur t.d. falist í auknu trausti og minni orðsporsáhættu, en ekki síst og í síauknum mæli betra aðgengi að fjármögnun. Fyrir fyrirtæki eins og Landsbankann blasir það við að velgengni hans byggir á velgengni samfélagsins sem hann starfar í. Sjálfbærni er því aðeins eðlilegur hluti af því að bankinn geti unnið að ávinningi fyrir eigendur sína, viðskiptavini og samfélagið um langa framtíð. Svo þetta geti gerst þurfum við að tengja sjálfbærni inn í allt sem við gerum og auka tengsl starfsfólks, viðskiptavina og almennings. Ef við höfum sama skilning á vegferðinni og vinnum að sama markmiði aukast möguleikar okkar á að ná því til muna. Þetta er einmitt eitt af hlutverkum Samfélagsins, nýs sviðs hjá Landsbankanum sem ég hef verið fengin til að leiða. Þar vinnum við að því að skapa og efla jákvæð tengsl bankans við viðskiptavini og starfsfólk. Sjálfbærnimerki Landsbankans, sem veitt er fyrirtækjum sem standast kröfur um sjálfbær verkefni, og sjálfbærnistyrkir til metnaðarfullra frumkvöðlaverkefna á sviði sjálfbærni eru dæmi um hvernig við hvetjum samstarfsaðila okkar til góðra verka og löðum fram hugmyndir. Það býr mikill kraftur í því að efla samtal og skapa fleiri tengingar milli ólíkra hópa. Markmiðið með sjálfbærnideginum er einmitt að stuðla að slíku samtali, hittast og heyra skoðanir. Hjálpum viðskiptavinum okkar að standast kröfur samtímans Hluti af því að viðhalda góðum tengslum bankans við viðskiptavini okkar og samfélag út um allt land er að miðla upplýsingum og aðstoða viðskiptavini okkar við að búa sig undir framtíðina. Við hjálpum viðskiptavinum okkar auðvitað að standast kröfur samtímans, sjá tækifærin og gerum þeim kleift að grípa þau. Sjálfbærniþættir hafa í för með sér mikil tækifæri, en munu sömuleiðis í síauknum mæli fela í sér nýjar reglur, kvaðir og ramma fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Okkar hlutverk er þá að vera til staðar og aðstoða viðskiptavini okkar, m.a. með því að bjóða leiðir og þjónustu sem hjálpa þeim að taka næstu skref inn í bjartari framtíð. Sjálfbærni og samfélagsleg málefni eru þannig ekki kvíðaefni, ógn eða óviðkomandi daglegum rekstri, heldur einmitt þættir sem eru nátengdir daglegri starfsemi. Þegar við tölum um samfélag erum við í raun að tala um viðskiptavini, eigendur og starfsumhverfið okkar. Þegar við tölum um sjálfbærni erum við að tala um að starfsemi okkar sé í jafnvægi og að við getum tryggt aðgengi að auðlindum og samfélagslegum gæðum um langa framtíð. Verkefni okkar á næstunni eru því að halda áfram að leiða saman fólk, fá nýjar hugmyndir, fræðast og læra um það hvernig nýr veruleiki getur orðið jákvætt skref í átt að aukinni velgengni. Nánari upplýsingar um sjálfbærnidag Landsbankans, dagskrá og tengil á streymi er að finna á landsbankinn.is. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun