Má bjóða þér stutta stráið? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. september 2022 13:00 Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun