Bingóferðin sem breyttist í kennslustund Hildur Inga Magnadóttir skrifar 28. september 2022 09:30 Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun